top of page

Loftslagsaðgerðir í skipulagi þéttbýlis

Updated: May 14, 2020

Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta flutti erindi með yfirskriftinni Loftslagsaðgerðir í skipulagi þéttbýlis á þriðja morgunverðarfundi um mótun landsskipulagsstefnu sem Skipulagsstofnun og Loftslagsráð héldu sameiginlega í Iðnó 28. janúar sl. Yfirskrift fundarins var Loftslagsmál og skipulag í þéttbýli – Hvernig má ná árangri í loftslagsmálum með skipulagsgerð?


Í erindi sínu fjallaði Halldóra um forsendugreiningu fyrir viðauka við Landsskipulagsstefnu sem hún vinnur að fyrir Skipulagstofnun. Verkefnið felst í að draga fram dæmi um skipulagsaðgerðir sem hægt er að beita í þéttbýli til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga.Á fundinum var fjöldi áhugaverðra erinda um þetta mikilvæga málefni en upptökur og glærur fundarins er að finna á vef Skipulagsstofnunnar hér.


Commentaires


bottom of page