top of page

Loftslagsaðgerðir í skipulagi þéttbýlis

Updated: May 14, 2020

Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta flutti erindi með yfirskriftinni Loftslagsaðgerðir í skipulagi þéttbýlis á þriðja morgunverðarfundi um mótun landsskipulagsstefnu sem Skipulagsstofnun og Loftslagsráð héldu sameiginlega í Iðnó 28. janúar sl. Yfirskrift fundarins var Loftslagsmál og skipulag í þéttbýli – Hvernig má ná árangri í loftslagsmálum með skipulagsgerð?


Í erindi sínu fjallaði Halldóra um forsendugreiningu fyrir viðauka við Landsskipulagsstefnu sem hún vinnur að fyrir Skipulagstofnun. Verkefnið felst í að draga fram dæmi um skipulagsaðgerðir sem hægt er að beita í þéttbýli til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga.



Á fundinum var fjöldi áhugaverðra erinda um þetta mikilvæga málefni en upptökur og glærur fundarins er að finna á vef Skipulagsstofnunnar hér.


Comments


Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130 

bottom of page