top of page

Loftslagsmál, Heimsmarkmiðin og stafrænt skipulag

Updated: May 14, 2020Alþjóðlegi skipulagsdagurinn var haldinn hátíðlegur síðasta föstudag í Norðurljósasal Hörpu með áhugaverðum erindum þar sem sérstök áhersla var lögð á lofslagsmál, stafrænt skipulag, ferðaþjónustu og Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.


Ljóst er að loftslagsmálin eru sífellt meira í forgrunni sem stærsta áskorun okkar tíma og mikilvægt að skipulagsmálin taki þau föstum tökum. Bæði til að lágmarka lofslagsáhrif en einnig til að bregðast við þeim hröðu breytingum sem þau hafa nú þegar hrint af stað. Skipulagsáætlanir eru þarna gríðarlega mikilvægt tæki sem nauðsynlegt er að nýta vel.


Ánægjulegt var að sjá áhersluna á stafrænt skipulag á aðalskipulagstigi sem er mikil hagræðing á vinnslu og framsetningu uppdrátta og nauðsynleg framþróun þegar kemur að miðlun upplýsinga til almennings. Alta hefur mikla reynslu af stafrænu skipulagi og hefur unnið öll sín aðal- og svæðisskipulög síðasta áratuginn í landupplýsingakerfum, þau nýjustu í fullu samræmi við áformaða gagnahögun stafræns skipulags, og þá einnig í samræmi við gr. 7.2 í skipulagsreglugerð. Þar má nefna Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018-2018, Aðalskipulag Seltjarnarness 2015-2023, Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035, Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshepps 2018-2038, Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2018 ásamt Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026 og Svæðiskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018-2030.


Heimsmarkmiðin eru einnig mikilvægur leiðarvísir í allri stefumótun og frábært að sveitarfélög eru í sífellt meira mæli að tengja þau við sína grunnstefnu. Sjá hér Heimsmarkiðin og svæðisskipulag Snæfellsness.Comments


bottom of page