top of page

Náttúran og Hálendisþjóðgarður - Málþing

Updated: May 14, 2020

Viljirðu fara hratt ferðu einn en viljirðu komast langt ferðu með fleirum

Forsagan og nýjar leiðir við þróun þjóðgarða, þar sem markmiðin eru að varðveita og styrkja náttúru- og menningararf svæðis, en um leið að efla efnahagslega og félagslega þróun samfélagsins, var viðfangsefni Halldóru Hreggviðsdóttur hjá Alta í erindi sl. föstudag.


Byggt er á afar nánu samstarfi og samráði við hagaðila. Þjóðgarðar geta verið gríðarlega öflugt hreyfiafl til jákvæðra breytinga og efnahagslegrar uppbyggingar í nærsamfélögum þegar byggt er á skýrri sýn, vel skipulögðu samstarfi og góðum stjórnunaráætlunum. Árangurinn lætur þá ekki á sér standa. Þjóðgarðar eru sterkt vörumerki og auka til muna aðdráttarafl svæða fyrir ferðamenn eins og þá sem heimsækja Íslands, sem sækja hér í einstaka náttúru. Svæðisgarðar, UNESCO Man and Biosphere og Geoparks/jarðvangar eru grasrótarmódel sem byggja á svipuðum grunni... því að gera sér mat úr staðbundnum auðlindum.  Lokaorð Halldóru voru: Í máltæki frá Afríku segir: Viljirðu fara hratt ferðu einn en viljirðu komast langt ferðu með fleirum og með fleirum mótum við þjóðgarð á okkar forsendum...




Málþingið var haldið í Frægarði, húsnæði Landgræðslunnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það voru Landvernd, Eldvötn og Náttúruverndarsamtök Suðurlands sem héldu málþingið, sem var afar vel sótt. Viðfangsefnið var náttúruvernd á miðhálendinu, áherslur og sjónarmið í tengslum við Hálendisþjóðgarða. Aðrir forsögumenn voru Eva Björg Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, Brita Berglund, hjá Landgræðsluskóla Sameinuðuþjóðanna, Árni Bragason, landgræðslustjóri og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.   

Comments


bottom of page