Viljirðu fara hratt ferðu einn en viljirðu komast langt ferðu með fleirum
Forsagan og nýjar leiðir við þróun þjóðgarða, þar sem markmiðin eru að varðveita og styrkja náttúru- og menningararf svæðis, en um leið að efla efnahagslega og félagslega þróun samfélagsins, var viðfangsefni Halldóru Hreggviðsdóttur hjá Alta í erindi sl. föstudag.
Byggt er á afar nánu samstarfi og samráði við hagaðila. Þjóðgarðar geta verið gríðarlega öflugt hreyfiafl til jákvæðra breytinga og efnahagslegrar uppbyggingar í nærsamfélögum þegar byggt er á skýrri sýn, vel skipulögðu samstarfi og góðum stjórnunaráætlunum. Árangurinn lætur þá ekki á sér standa. Þjóðgarðar eru sterkt vörumerki og auka til muna aðdráttarafl svæða fyrir ferðamenn eins og þá sem heimsækja Íslands, sem sækja hér í einstaka náttúru. Svæðisgarðar, UNESCO Man and Biosphere og Geoparks/jarðvangar eru grasrótarmódel sem byggja á svipuðum grunni... því að gera sér mat úr staðbundnum auðlindum. Lokaorð Halldóru voru: Í máltæki frá Afríku segir: Viljirðu fara hratt ferðu einn en viljirðu komast langt ferðu með fleirum og með fleirum mótum við þjóðgarð á okkar forsendum...
Málþingið var haldið í Frægarði, húsnæði Landgræðslunnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það voru Landvernd, Eldvötn og Náttúruverndarsamtök Suðurlands sem héldu málþingið, sem var afar vel sótt. Viðfangsefnið var náttúruvernd á miðhálendinu, áherslur og sjónarmið í tengslum við Hálendisþjóðgarða. Aðrir forsögumenn voru Eva Björg Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, Brita Berglund, hjá Landgræðsluskóla Sameinuðuþjóðanna, Árni Bragason, landgræðslustjóri og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Comments