top of page

Neðstikaupstaður og gamli bærinn á eyrinni á Ísafirði - Verndarsvæði í byggð


Við hjá Alta óskum Ísafjarðarbæ til hamingju með nýja verndarsvæðið í byggð á Ísafirði, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti fyrr í mánuðinum. Verndarsvæðið tekur til „fæðingarstaða” þéttbýlisins með kaupstöðunum þremur og elstu byggðarinnar sem út frá þeim sprettur allt frá miðbiki 18. aldar.


Verndarsvæðið er nátengt hjarta Ísafjarðar og mikilvægur hluti miðsvæðis bæjarins. Staðfesting verndarsvæðisins sýnir áherslur Ísafjarðarbæjar á að stuðla að vernd og varðveislu gömlu byggðarinnar enda mikil menningarverðmæti í henni fólgin, eins og fram kemur í tillögu og greinargerð sem Alta aðstoðaði Ísafjarðarbæ við að vinna.

Ísafjörður er einn af elstu kaupstöðum landsins og þar hafa varðveist samstæðar heildir bygginga sem eru með þeim elstu á landinu öllu.


Á nýja verndarsvæðinu er að finna menningarsögulega mikilvægt byggðamynstur sem endurspeglar svipmót byggðar á ýmsum tímum í þéttbýlissögu landsins. Svipmót gömlu byggðarinnar á Eyrinni hefur jafnframt ómetanlegt sögulegt gildi sem vitnisburður um mótandi strauma í þéttbýlismyndun á Íslandi.Comentarios


bottom of page