Hvað lærðum við og hvernig höldum við áfram?
Alta tók þátt í málþingi sem haldið var í dag á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um reynsluverkefni um íbúasamráð.
Markmið verkefnisins hefur verið að byggja upp þekkingu og þjálfa aðila frá völdum sveitarfélögum byggt á handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út í desember 2017. Í verkefninu er lögð áhersla á að byggja upp samráðsmenningu í sveitarfélögum að sænskri fyrirmynd. Hlutverk Alta í þessu verkefni hefur falist í að miðla reynslu sinni og veita sveitarfélögum stuðning og leiðsögn í þessu áhugaverða þróunarverkefni.
Þau sveitarfélög sem tóku þátt voru Akureyrarbær, Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær, en þau voru valin til þátttöku á grundvelli umsókna.
Á málþinginu fengu þátttakendur að heyra þátttökusveitarfélögin fjögur miðla reynslunni og fara yfir þann helsta lærdóm sem hefur fengist. Nánari upplýsingar og upptökur af málþinginu má nálgast á vefsíðu Sambandsins um íbúasamráð, sjá hér.
Comments