Alta hefur nú skilað inn árlegri samfélagsskýrslu fyrir árið 2020 til UN Global Compact. Skýrslan er lykilhlekkur í umhverfis-, gæða- og samfélagsmálum okkar hjá Alta. Eins og fyrri ár er þar m.a. farið yfir hvernig við vinnum að markmiðum UN Global Compact og fleira sem tengist umhverfismálum og samfélagsábyrgð.
Samfélagsábyrgð hefur verið mikilvægur hluti af starfsemi Alta í gegnum tíðina. Við höfum verið aðilar að UN Global Compact síðan 2009, annað íslenskra fyrirtækja. Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum eins og UN Global Compact er mikilvægur leiðarvísir fyrir okkur um hvernig við getum dregið úr umhverfisáhrifum okkar og tryggt sem best jákvæð samfélagsáhrif af starfsemi okkar. Við leggjum metnað okkar í að gera vel. Þetta er ellefta árið í röð sem Alta tekur saman yfirlit yfir umhverfis- og samfélagsleg áhrif starfseminnar í samræmi við skilmála UN Global Compact. Farið er yfir hvernig starfsemin tengist bættum mannréttindum, vinnumarkaðsmálum og vinnu gegn spillingu, umhverfismálum og viðspyrnu gegn hnattrænni hlýnun.
Í samræmi við markmið sem voru sett þá hefur Alta kolefnisjafnað losun starfsemi fyrirtækisins fyrir árið 2020. Ákveðið var að gera það í samstarfi við Gold Standard sem hefur byggt upp staðla fyrir kolefnisjöfnunarverkefni. Í stöðlunum eru ekki aðeins gerðar kröfur um loftslagsávinning verkefna, heldur er þar einnig að finna kröfur um framlag verkefnanna til sjálfbærrar þróunar í heimahéraði og til sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Alta ákvað að styrkja þróunarverkefni sem snýr að því að bæta aðstöðu flóttafólks í Chad með eldunaraðstöðu sem nýtir sólarorku (Solar Cooking for Refugee Families in Chad). Sjá nánar hér.
Comments