
Við hjá Alta óskum íbúum Austurlands og Austurbrú til hamingju með nýtt svæðisskipulag, sem var undirritað í morgun. Samstarfið hefur verið afar ánægjulegt en okkar megin var það Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur sem leiddi vinnuna.
Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 markar sameiginlega framtíðarsýn Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps fyrir landshlutann. Tilgangurinn er að samstilla stefnu sveitarfélaganna á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja þar með sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag. Svæðisskipulagið er langtíma stefnumarkandi áætlun sem framfylgt verður með skipulagsáætlunum hvers sveitarfélags og öðrum áætlunum SSA.
Á myndinni eru Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps og Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.
Commentaires