Sveitarfélögin fjögur á Austurlandi hafa birt tillögu að svæðisskipulagsáætlun fyrir landshlutann á vef Austurbrúar til athugasemda fyrir 20. ágúst nk.
Alta aðstoðaði níu manna svæðisskipulagsnefnd við mótun áætlunarinnar en í henni er sjónum beint að nokkrum megináskorunum sem Austurland stendur frammi fyrir sem eru að:
Styrkja mannauð og efla nýsköpun.
Efla samvinnu á milli sveitarfélaga, íbúa og fyrirtækja og stofnana samfélagsins.
Stuðla að lýðfræðilegu jafnvægi, góðu heilsufari íbúa og að menning og listir blómstri.
Nýta auðlindir með sjálfbærum hætti og stuðla að þróun hringrásarhagkerfis.
Vernda og styrkja landslags sérkenni og menningararf.
Takast á við loftslagsbreytingar og styrkja líffræðilega fjölbreytni.
Svæðisskipulagið er byggt þannig upp að það setur ramma um starfssvið sveitarfélaga sem hægt er að bæta inn í eftir því sem stefnumálum fjölgar. Í því er lögð áhersla á skýr tengsl við aðrar áætlanir og stefnuskjöl sem ná ýmist til landsins alls, landshlutans eða einstakra sveitarfélaga.
留言