top of page

Takmarkanir á vindorkunýtingu

Updated: Sep 29, 2022

Alta hefur birt kort af landinu á vefsja.is þar sem helstu þættir sem útiloka vindorkunýtingu hafa verið litaðir hvítir en utan þeirra er landið litað eftir vindhraða í 100 metra hæð, sjá vindhraðakortið í vefsjánni.


Mikilvægt er athuga að margt fleira getur komið í veg fyrir vindorkunýtingu, sem ekki er sýnt á kortinu, t.d. nálægð við byggð, vegi og há fjöll, viðkvæmt lífríki og vistgerðir, auk sjónrænna áhrifa. Þessa þætti þarf að skoða nánar á hverjum stað í samhengi við stærð og umfang vindorkuvers og hvernig því er komið fyrir í landslaginu.


Það sem litað er hvítt og ætla má að útiloki vindorkunýtingu er eftirfarandi:

  • Land hærra en 400 metrar

  • Úfið og hallandi land

  • Stöðuvötn og jöklar

  • Lítt raskað votlendi

  • Sjávarfitjar og leirur

  • Friðlýst svæði

  • Ramsar svæði

Stofnvegir eru sýndir með gráum línum og flutningskerfi raforku með grænum. Aðrir vegir, útlínur jökla og vatna koma fram með fínum gráum línum. Sveitarfélagamörk eru sýnd með punktalínum.


Til að nálgast kortið þarf að fara á https://www.vefsja.is og opna "Orka og auðlindir" og velja þar undir "Vindorkunýtingarsvæði".

Comments


bottom of page