top of page

Vefsjá Alta - með í ferðalagið!

Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt!“ - Tómas Guðmundsson

Nú þegar við erum öll að ferðast innanlands í sumar er kjörið tækifæri til að kynnast landinu okkar betur. Þótt vefsjáin okkar á vefsja.is sé einkum fyrir þá sem hafa áhuga á skipulags- og umhverfismálum er þar ýmislegt sem gagnast á ferðlögum um landið.


Undir Sögulegt efni má finna yfirlit yfir örnefni á Íslandi, Íslendingasögustaði og yfirlit yfir gamlar myndir sem fróðlegt getur verið að skoða. 

Þá eru ýmsar upplýsingar undir Ferðamálum, s.s. áhugaverðir viðkomustaðir, þjónusta við ferðamenn og svo helstu kvikmyndatökustaðir stórra kvikmynda. 

Undir Náttúrufar og Vernd má finna áhugaverðar upplýsingar um náttúru landsins, verndarsvæði og lífríki. Svo er hægt að sjá eigin staðsetningu ef maður er örlítið áttaviltur.


Við óskum ykkur gleðilegra ferðalaga innanlands í sumar!
Comments


bottom of page