SVONA VINNUM VIÐ

Hér fyrir neðan kemur fram hvernig við viljum haga störfum okkar. Við metum reglulega hvernig okkur hefur tekist til og bætum úr þegar þörf krefur. 

Við höfum vottað gæðakerfi frá BSI skv. ISO 9001 og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001, sem byggir á gæðakerfi og umhverfisstefnu Alta frá stofnun 2001.

Við vinnum einnig skv. stefnu Alta um samfélagsábyrgð og höfum verið aðilar að UN Global Compact síðan 2009, annað íslenska fyrirtækið sem varð aðili og styðjum verkefnið. Árlega birtum við samfélagsábyrgðarskýrslu okkar á vef okkar, í samræmi við leiðbeiningar frá UN Global compact.

Skýrslur um frammistöðuna eru sendar árlega til UN Global Compact. Við höfum verið virkir félagar síðan 2009, næst lengst af öllum fyrirtækjum á Íslandi. Skýrslu ársins 2018 má sjá hér.

SVONA VINNUM VIР

 

Við förum vel með verðmæti og uppfyllum væntingar viðskiptavina.
 • Við leggjum áherslu á góðan undirbúning og skilgreiningu á þeim árangri sem að er stefnt og leitum hagkvæmustu leiða.

 • Við gerum vandaða samninga og verkáætlanir til þess að allur kostnaður sé sem fyrirsjáanlegastur.

 • Við gætum öryggis í meðferð og vistun gagna.

 • Við leitumst við að hafa allt verklag skýrt og skipulegt.

 • Við fylgjumst vel með tækni og nýjungum sem gera starf okkar auðveldara og skilvirkara.

 • Við erum gagnrýnin á eigin verk, metum árangur með viðskiptavinum og virðum ábendingar um það sem betur má fara.

 • Við lærum af reynslunni og leggjum áherslu á að bæta okkur með markvissri notkun gæðakerfisins.

 • Við gætum trúnaðar um málefni viðskiptavinarins.

 

Við sköpum frjótt vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel. 
 • Við lærum hvert af öðru og ræðum viðfangsefni okkar innan hópsins.

 • Við forðumst ekki að ræða um erfiða eða neikvæða reynslu eða uppákomur í daglegu starfi okkar.

 • Starfsfólk vinnur oft saman að verkefnum í teymum.

 • Vinnutími starfsfólks er sveigjanlegur.

 • Vinnuumhverfi er notalegt, öruggt og heilsusamlegt.

 • Við stuðlum að góðri heilsu starfsfólks, m.a. með því að hvetja til hreyfingar og hafa hollan mat á boðstólum.

 • Við hvetjum starfsfólk okkar til að efla sig í starfi með því að fylgjast vel með þróun á fagsviði hvers og eins og stunda símenntun sem nýtist í starfi.

 • Við miðlum þekkingu okkar til viðskiptavina, almennings og annarra, m.a. með kynningum, greinum og námskeiðum.

 • Við fögnum árangri og góðum áföngum saman.

 

Umhverfisstarf okkar er til fyrirmyndar.
 • Við vinnum stöðugt og skipulega að því að minnka umhverfisáhrif frá allri starfsemi okkar.

 • Við innkaup á vörum og þjónustu eru sett skýr umhverfisskilyrði og ávallt reynt að velja umhverfisvæna valkosti.

 • Við fylgjumst með grænum lykiltölum okkar og setjum árlega mælanleg markmið og aðgerðaáætlun um þýðingarmestu umhverfisþætti í starfsemi okkar.

 • Upplýsingar og aðgerðir í umhverfisstarfi okkar eru einfaldar og aðgengilegar fyrir starfsfólk.

 • Allt starfsfólk hefur góða þekkingu á umhverfismálum og umhverfisstarfi fyrirtækisins.

 

Draga úr neikvæðum áhrifum vegna ferða starfsfólks Alta.
 • Alta leggi áherslu á notkun sjálfbærra samgöngumáta og á að draga úr ferðum vegna vinnu og til og frá vinnu

 • Hafa bíl til umráða hjá Alta, svo starfsfólk þurfi ekki eigin bíl í vinnutíma.

 • Sturtuaðstaða gerir starfsfólki auðveldara að hjóla  og skokka til vinnu.

 • Aðstaða er til að geyma hjól og geta læst þeim við hjólastand við Ármúla 32

 • Starfsmenn eru hvattir til að taka þátt í "Hjólað í vinnuna " og "Lífshlaupinu".

 • Strætómiðar eru til taks á vinnustað og samgöngusamningur gerður við Stætó bs.

 • Möguleiki á að vinna heima þegar hentar.

 • Við bjóðum starfsfólki samgöngusamninga.

SAMGÖNGUSTEFNA

Alta vill stuðla að minni mengun, losun GHL, bættu borgarumhverfi og heilsu starfsmanna.

Það gerum við með því að:

 • Hafa bíl til umráða hjá Alta, svo starfsfólk þurfi ekki eigin bíl í vinnutíma

 • Sturtuaðstaða gerir starfsfólki auðveldara að hjóla  og skokka til vinnu

 • Aðstaða er til að geyma hjól og geta læst þeim við hjólastand við Ármúla 32

 • Starfsmenn eru hvattir til að taka þátt í "Hjólað í vinnuna " og "Lífshlaupinu". Við urðum í fyrsta sæti í okkar flokki í hjólað í vinnuna 2017

 • Strætómiðar eru til taks á vinnustað og samgöngusamningur gerður við Stætó bs.

 • Við nýtum fjarfundabúnað eins og hægt er til að draga úr ferðum og hvetjum samstarfsaðila til að gera slíkt hið sama.

 • Sveigjanlegur vinnutími og möguleiki á að vinna heima þegar hentar.

 • Við bjóðum starfsfólki samgöngusamninga. 
   

VISTVÆN INNKAUP ALTA

Við innkaup Alta er fylgt eftirfarandi forgangsröðun:

 • Valdar eru umhverfismerktar vörur ef þær standa til boða.

 • Valdar eru lífrænt ræktaðar vörur ef þær standa til boða.

 • Valdar eru frekar vörur sem hafa minni umhverfisáhrif! Hér er einkum átt við innihaldsefni, endingu, orkunotkun, flutninga, umbúðir og endurvinnslumöguleika vörunnar við förgun. Leitað er upplýsinga hjá seljanda.

 • Tekið er mið af líftímakostnaði vörunnar en ekki bara innkaupsverðinu. Líftímakostnaður er kostnaðurinn vegna innkaupa, við rekstur og við förgun. Bornir eru saman valkostir með tilliti til þess.

 • Óskað er eftir öryggisblöðum um þær efnavörur sem keyptar eru.

Tölvupóstur: alta@alta.is           Sími: 582 5000          Kt. 630401-3130