top of page

Gátlistar

Gátlistar

Við skipulagsbreytingar er margs að gæta - hér eru gagnlegir gátlistar.

Gátlistarnir eru ætlaðir sem hjálpartæki fyrir skipulagsfulltrúa og aðra sem koma að málsmeðferð skipulagsbreytinga.

Við hjá Alta höfum reynt eftir bestu getu að sjá til þess að listarnir séu réttir en getum ekki tekið ábyrgð á notkun þeirra.

Við uppfærum ef ábendingar berast um eitthvað sem betur má fara.

Síðast uppfært 27. sept. 2021.

Yfirlit - smelltu á þann gátlista sem þú vilt skoða

 

Veruleg breyting á aðalskipulagi

Lýsing - tillaga á vinnslustigi - tillaga til auglýsingar - eftir auglýsingu

Óveruleg breyting á aðalskipulagi

Veruleg breyting á deiliskipulagi

Tillaga á vinnslustigi - tillaga til auglýsingar - eftir auglýsingu

Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Grenndarkynning - eftir kynningu

Byggingar- eða framkvæmdaleyfi á ódeiliskipulögðu svæði

Grenndarkynning - eftir kynningu

Fallið frá grenndarkynningu

Veruleg breyting á aðalskipulagi

Sjá leiðbeiningablað Skipulagsstofnunar

ASK veruleg

Lýsing

Liggur fyrir fullbúin lýsing sem hægt er að taka fyrir í skipulagsnefnd og sveitarstjórn?
Um efni lýsingar sjá skipulagsreglugerð, gr. 4.2.3.


Hefur skipulagsnefnd bókað að hún samþykki lýsingu til kynningar og vísað til sveitarstjórnar?
Bókun vísi til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Hefur sveitarstjórn bókað að hún samþykki að lýsing verði kynnt?
Bókun vísi til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Hefur lýsing verið kynnt með auglýsingu eða dreifibréfi og birt á vef sveitarfélagsins?
Um kynningu lýsingar sjá skipulagsreglugerð, gr. 4.2.4.


Hefur lýsing verið send umsagnaraðilum sem taldir eru upp í lýsingunni og til Skipulagsstofnunar?


Hafa allar umsagnir og ábendingar sem bárust við kynningu lýsingar verið skráðar og sendar áfram til úrvinnslu?


Hafa umsagnir og ábendingar verið teknar til umfjöllunar í skipulagsnefnd?


Hafa álitamál sem krefjast umræðu í skipulagsnefnd verið rædd?

Tillaga á vinnslustigi

Er tillaga á vinnslustigi tilbúin til kynningar?

Hefur tillaga á vinnslustigi verið tekin fyrir í skipulagsnefnd og samþykkt til kynningar?

Bókun vísi til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eru aðrar nefndir og ráð með á nótunum og meðvituð um tillöguna, eftir því sem efni standa til?

Hefur tillagan verið kynnt á vinnslustigi með auglýsingu, almennum fundi eða opnu húsi eða á annan hliðstæðan hátt?

Um kynningu á vinnslustigi sjá skipulagsreglugerð, gr. 4.6.1.

Hefur tillagan verið send umsagnaraðilum sem taldir eru upp í tillögunni og til Skipulagsstofnunar?

Hafa allar umsagnir og ábendingar sem bárust við kynningu tillögunnar verið skráðar og sendar áfram til úrvinnslu?

Hafa umsagnir og ábendingar verið sendar skipulagsnefnd til umfjöllunar?

Hafa álitamál sem krefjast umræðu í skipulagsnefnd verið sett á dagskrá og rædd?

Tillaga til auglýsingar

Liggur fyrir tillaga sem er tilbúin til auglýsingar?


Hefur skipulagsnefnd bókað að hún samþykki að tillagan verði auglýst og vísað henni til sveitarstjórnar?
Bókun vísi til 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Hefur sveitarstjórn samþykkt að tillagan verði auglýst?
Bókun vísi til 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til athugunar fyrir auglýsingu?
Um athugun Skipulagsstofnunar sjá skipulagsreglugerð, gr. 4.6.2.


Hefur niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar verið skráð og send áfram til úrvinnslu?


Hefur tillagan verið endurbætt með hliðsjón af niðurstöðum athugunar Skipulagsstofnunar með þeirri aðkomu skipulagsnefndar sem tilefni er til?


Hefur tillagan verið auglýst í dagblaði og í Lögbirtingablaðinu, birt á vef sveitarfélagsins, lögð fram til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins og send Skipulagsstofnun til að liggja frammi þar, með sex vikna fresti til að gera athugasemdir?

Um auglýsingu aðalskipulags sjá skipulagsreglugerð, gr. 4.6.3.

Eftir auglýsingu

Hafa athugasemdir sem bárust verið skráðar og sendar áfram til úrvinnslu?


Hefur skipulagsnefnd tekið fyrir athugasemdir og bókað tillögu til sveitarstjórnar um hvernig brugðist skuli við þeim?
Bókun vísi til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Hefur sveitarstjórn fjallað um athugasemdir og tillögu skipulagsnefndar og bókað niðurstöðu sína? 
Bókun vísi til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um afgreiðslu aðalskipulags sjá skipulagsreglugerð 4.7.1.


Hafa þær breytingar verið gerðar á tillögunni sem sveitarstjórn samþykkti að gerðar skyldu vegna fram kominna athugasemda?


Hafa svör við athugasemdum verið útbúin og send þeim sem athugasemdir gerðu, ásamt bókun sveitarstjórnar?


Hefur niðurstaða sveitarstjórnar verið auglýst (ef athugasemdir bárust eða breytingar voru gerðar)?


Hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar ásamt öllum gögnum sem varða málsmeðferð, þ.m.t. umsagnir og afrit af auglýsingum?
Um staðfestingu aðalskipulags sjá skipulagsreglugerð, gr. 4.7.2.

Óveruleg breyting á aðalskipulagi

ASK óveruleg

Liggja fyrir drög að tillögu ásamt samanburði við gátlista í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar?

Hefur Skipulagsstofnun fengið drögin til óformlegrar athugunar til að kanna hvort hún fellst á að um óverulega breytingu sé að ræða?

Liggur fyrir afstaða Skipulagsstofnunar um það að breytingin sé óveruleg?

Hefur tillagan verið samþykkt í skipulagsnefnd og sveitarstjórn?

Bókun vísi til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur niðurstaða sveitarstjórnar ásamt tillögunni verið auglýst?

Hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar?

Veruleg breyting á deiliskipulagi

Tillaga á vinnslustigi

ATH: Sveitarstjórn er heimilt að falla frá kynningu á vinnslustigi ef allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi.

Hefur tillaga á vinnslustigi verið tekin fyrir í skipulagsnefnd og samþykkt til kynningar?

Bókun vísi til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010?

Eru aðrar nefndir og ráð meðvituð um tillöguna, eftir því sem efni standa til?

Hefur tillaga verið kynnt á vinnslustigi með auglýsingu, almennum fundi, opnu húsi eða á annan hliðstæðan hátt?

Hefur tillagan verið send umsagnaraðilum sem taldir eru upp í tillögunni og til Skipulagsstofnunar?

Ekki alltaf nauðsynlegt, fer eftir efni tillögunnar.

Hafa allar umsagnir og ábendingar sem bárust við kynningu tillögunnar verið skráðar og sendar áfram til úrvinnslu?

Hafa umsagnir og ábendingar verið teknar til umfjöllunar í skipulagsnefnd?

Ábendingar á þessu stigi eru hafðar til hliðsjónar og ekki þarf ekki að svara þeim formlega.

DSK veruleg

Tillaga til auglýsingar

Er tillaga tilbúin til auglýsingar?

Ath. gátlista Skipulagsstofnunar um yfirferð deiliskipulagsgagna fyrir skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.

Hefur skipulagsnefnd samþykkt að auglýsa tillöguna?

Bókun vísi til 1. mgr. 41.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur sveitarstjórn samþykkt að tillagan verði auglýst?

Hefur tillagan verið auglýst í dagblaði og í Lögbirtingablaðinu, birt á vef sveitarfélagsins og lögð fram til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins með sex vikna fresti til að gera athugasemdir?

Eftir auglýsingu

Hafa umsagnir og ábendingar sem bárust verið skráðar og sendar áfram til úrvinnslu?

Hafa breytingar verið gerðar á tillögunni eftir því sem skipulagsnefnd telur að umsagnir og ábendingar gefi tilefni til?

Eru breytingar á tillögu það umfangsmiklar að þörf er á að auglýsa tillögu að nýju?

Bókun vísi til 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur tillaga verið lögð fyrir skipulagsnefnd til samþykktar, ásamt umsögnum og ábendingum?

Bókun vísi til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur tillaga verið lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar, ásamt umsögnum og ábendingum?

Bókun vísi til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafa svör við athugasemdum verið útbúin (umsögn) og send þeim sem athugasemdir gerðu, ásamt bókun sveitarstjórnar og upplýsingum um kæruheimildir?

Hefur niðurstaða sveitarstjórnar verið auglýst?

Ef athugsemdir bárust við auglýsta tillögu eða ef tillögu er breytt eftir auglýsingu skal niðurstaða sveitarstjórnar auglýst.

Hefur tillagan verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar ásamt öllum málsgögnum, s.s. umsögnum, ábendingum og afritum af auglýsingum, innan átta vikna frá því að athugasemdafrestur rann út?

Skipulagsstofnun gefur svar um niðurstöðu yfirferðar.

Hefur samþykkt deiliskipulagsins verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti lauk?

Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Grenndarkynning sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

DSK óveruleg

Er tillaga tilbúin til kynningar?

Ath. gátlista Skipulagsstofnunar um yfirferð deiliskipulagsgagna fyrir skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.

Liggur fyrir mat á því hver grenndin er, þ.e. hverjir eru taldir geta átt hagsmuna að gæta?

Hefur skipulagsnefnd samþykkt að tillagan verði kynnt?

Bókun vísi til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur sveitarstjórn samþykkt að tillagan verði kynnt?

Bókun vísi til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur tillaga ásamt upplýsingum um málsmeðferð og athugasemdafrest verið send þeim sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta? 

Frestur til athugasemda skal vera a.m.k. fjórar vikur.

Hefur skipulagsnefnd samþykkt að stytta tímabil grenndarkynningar enda hafi þeir sem hagsmuna eiga að gæta lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn, áður en fjórar vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd? 

Bókun vísi til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Eftir kynningu

Hafa ábendingar sem bárust verið skráðar og sendar áfram til úrvinnslu?

Hafa breytingar verið gerðar á tillögunni eftir kynningu, t.a.m. vegna ábendinga sem bárust?

Hafa svör við ábendingum verið útbúin (umsögn)?

Hefur skipulagsnefnd samþykkt tillöguna?

Bókun vísi til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna?

Bókun vísi til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur þeim sem taldir eru eiga hagsmuna að gæta verið sent bréf með upplýsingum um breytingar á tillögu ásamt umsögn um ábendingar, bókun sveitarstjórnar og upplýsingum um kæruheimildir?

Hafa samþykkt skipulagsgögn, fylgigögn og afrit af auglýsingum verið send Skipulagsstofnun til vörslu?

Hefur samþykkt deiliskipulagsins verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti lauk?

Byggingar- eða framkvæmdaleyfi á ódeiliskipulögðu svæði

Grenndarkynning sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Leyfi óskipulagt

Er tillaga tilbúin til kynningar?

Ath. gátlista Skipulagsstofnunar um yfirferð deiliskipulagsgagna fyrir skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.

Liggur fyrir mat á því hver grenndin er, þ.e. hverjir eru taldir geta átt hagsmuna að gæta?

Hefur skipulagsnefnd samþykkt að tillagan verði kynnt?

Bókun vísi til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur sveitarstjórn samþykkt að tillagan verði kynnt?

Bókun vísi til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur tillaga ásamt upplýsingum um málsmeðferð og athugasemdafrest verið send þeim sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta? 

Frestur til athugasemda skal vera a.m.k. fjórar vikur.

Hefur skipulagsnefnd samþykkt að stytta tímabil grenndarkynningar enda hafi þeir sem hagsmuna eiga að gæta lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn, áður en fjórar vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd? 

Bókun vísi til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftir kynningu

Hafa ábendingar sem bárust verið skráðar og sendar áfram til úrvinnslu?

Hafa breytingar verið gerðar á tillögunni eftir kynningu, t.a.m. vegna ábendinga sem bárust?

Hafa svör við ábendingum verið útbúin (umsögn)?

Hefur skipulagsnefnd samþykkt tillöguna?

Bókun vísi til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna?

Bókun vísi til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hefur þeim sem taldir eru eiga hagsmuna að gæta verið sent bréf með upplýsingum um breytingar á tillögu ásamt umsögn um ábendingar, bókun sveitarstjórnar og upplýsingum um kæruheimildir?

Fallið frá grenndarkynningu

Er breyting svo óveruleg að skipulagsnefnd telur að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn?

Bókun vísi til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Er það mat skipulagsnefndar að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjandans sjálfs?

Bókun vísi til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fallið frá
bottom of page