top of page

Greiningar og kort

Farsælar ákvarðanir byggjast á góðum greiningum á því sem máli skiptir. Kortagerð setur hlutina í samhengi. 

Í verkefnum okkar nýtum við mikið kort og vefsjár sem geta skipt sköpum þegar kemur að því að meta stöðu mála og kynna flóknar upplýsingar á einfaldan hátt.

Grunn-munnstur-06.png

Kostamat og staðarval

Farsælar ákvarðanir byggjast á góðum upplýsingum um það sem máli skiptir og veita innsýn í forsendur ákvarðana. 

Sjónlínugreining - staðarval
Greiningar og kort

Þéttleiki og nýting

Áætlun á þéttleika og ýmsum eiginleikum byggðar sem skapar yfirsýn fyrir áætlanagerð.

Þéttleiki byggðar - borgarlína

Landupplýsingar

Við erum leiðandi í þróun og nýtingu landupplýsinga og nýtum þær mikið í eigin verkefnum. Þær nýtast ekki síst við stafrænt skipulag auk vefsjáa og kortagerðar.

Íbúar á hektara.JPG

Kort og vefsjár

Við nýtum óspart kort og vefsjár sem gefa yfirsýn yfir stöðu mála og kynna flóknar upplýsingar á einfaldan hátt.

Kortagerð - yfirsýn

Námskeið

Við hjá Alta bjóðum almenn og sérsniðin námskeið um  fyrirkomulag landupplýsinga.

Vetrarmyndir-2018-12-22-026.jpg

Vefsja.is

Í Vefsja.is fæst yfirsýn yfir allt landið á einum stað

Ýmsir aðilar eru að safna saman mikilvægum kortagögnum á skipulegan hátt sem eru opin almenningi og eiga erindi við marga. Í Vefsjá Alta eru gögn frá ólíkum aðilum tekin saman og jafnvel unnin áfram með það að markmiði að þau nýtist sem best til að sjá heildarsamhengið.

 

Með vefsja.is viljum við hjálpa aðilum um allt land að nálgast upplýsingar um landið okkar í víðu samhengi og vonumst til að það nýtist sem kveikja að góðum hugmyndum.

bottom of page