GREININGAR OG KORT

KOSTAMAT OG STAÐARVAL

 

Farsælar ákvarðanir byggjast á góðum upplýsingum um það sem máli skiptir. Alta þekkir vel til þeirra gagna sem fyrir hendi eru og hvernig þeim er breytt í gagnlegar upplýsingar sem veita innsýn í forsendur ákvarðana. 

 

Þjónusta Alta

Við gerum fjölbreyttar greiningar á stöðu mála og forsendunum fyrirhugaðra verkefna. Jafnframt vinnum við kostagreiningar sem gagnast við ígrundaða ákvörðunartöku. Með því fæst yfirsýn sem getur skipt sköpun við staðarval og mótun framtíðarsýnar.

Mat á skipulagskostum

 

Mat á skipulagskostum er liður í vönduðum undirbúningi fyrir skipulagsákvarðanir, bæði fyrir yfirvöld og íbúa. Við leggjum áherslu á myndræna framsetningu á kortum og teikningum.

 
Landslags- og sjónlínugreining

 

Við vinnum landslags- og sjónlínugreiningar í tengslum við hvers konar skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum.

Greining hagstærða

 

Greinum hagstærðir í tengslum við byggðaþróun, s.s. íbúafjölda, aldursdreifingu, tegundir húsnæðis og þéttleika. 

 
Greining staðaranda

 

Aðstoðum við greiningu á staðaranda og nýtingu hans við ímyndarsköpun í ferðaþjónustu og við skipulagningu eða hönnun svæða. Aðstoðum einnig við menningar- og umhverfistúlkun svæða, staða eða leiða.

ÞÉTTLEIKI OG NÝTING

Alta hefur þróað sérhæfðan hugbúnað sem áætlar þéttleika og ýmsar stærðir bæði núverandi og nýrrar byggðar. Þannig næst yfirsýn sem getur skipt sköpum fyrir áætlanagerð.

 

Þjónusta Alta

Hugbúnaður Alta nýtist til að átta sig á yfirbragði og eiginleikum byggðar áður en farið er í nákvæma, tímafreka og kostnaðarsama hönnun. Hann nýtir eiginleika landupplýsingakerfa og þekkt fordæmi til að áætla mögulegan kostnað og hagnað af uppbyggingu samhliða því að fá tilfinningu fyrir yfirbragði nýrrar byggðar.

Greiningarvinna 

 

Í greiningarvinnunni sýnum við m.a. mögulega uppbyggingarkosti og raunhæfar tilgátur um byggingarmagn, dreifingu byggingarmagns og fjölda og gerð íbúða. Samhliða fást magntölur um umfang innviða s.s. gatna, bílastæða, opinna svæða, skóla, íþróttasvæða o.s.frv.

 
Verðmæti uppbyggingar

 

Með þessu fæst á fljótlegan hátt yfirsýn yfir verðmæti uppbyggingar og mögulegan skipulagshagnað fyrir ólíka uppbyggingarkosti. Það er svo grunnur fyrir frekari ákvarðanir um þróun til framtíðar og  getur nýst til samninga milli hagaðila. Auðvelt er að prófa tilgátur og mismunandi stefnu um þróun byggðar.

Yfirbragð byggðar

Samhliða greiningarvinnunni er byggðin myndgerð i þrívídd til að ná fram skilningi á yfirbragði og rýmismyndun.

Þéttleiki byggðar, sem dæmi, getur birst á mjög mismunandi hátt eins og sjá má hér í samantekt um þéttleika byggðar á mismunandi svæðum á höfuðborgarsvæðinu.

LANDUPPLÝSINGAR

 

Við erum leiðandi í þróun og nýtingu landupplýsinga. Alta hefur aðstoðað ýmis sveitarfélög og stofnanir í þessum málaflokki auk þess að nýta landupplýsingar mikið í eigin verkefnum.

 

Þjónusta Alta

Alta nýtir landupplýsingar markvisst í starfi sínu. Sífellt bætast við gögn sem veita mikilvæga innsýn og styðja við ákvarðanatöku um nýtingu lands, vernd, þróun byggðar og samfélagsgerð. Að sama skapi fjölgar sífellt möguleikum til að birta landupplýsingar á lifandi  hátt með kortum og vefsjám.

Stafrænt skipulag er einnig mikilvægur hluti af skipulagsverkefnum okkar.

Aðstoð við opinn hugbúnað

 

Alta aðstoðar við innleiðingu og rekstur landupplýsingahugbúnaðar sem er opinn og án leyfisgjalda, einkum QGIS, PostGIS, Geoserver og OpenLayers. 

 

Við leggjum áherslu á að þekkingin byggist upp hjá viðskiptavininum og að hann hafi fullt forræði yfir öllum gögnum og tækjum.

 
Hagnýting og greining

 

Við greinum fjölbreytilegar landupplýsingar og samspil þeirra til að styðja við stefnumótun og undirbyggja traustar forsendur ákvarðanatöku.

KORTAGERÐ OG VEFSJÁR

 

Í verkefnum okkar nýtum við óspart kort og vefsjár sem geta skipt sköpum þegar kemur að því að meta stöðu mála og kynna flóknar upplýsingar á einfaldann hátt.

 

Þjónusta Alta

Kortagerð er frábær leið til að greina eiginleika svæðis og skýra stefnu sem tengist umhverfi og byggð. Hröð þróun í gerð vefsjáa hefur einnig opnað nýja möguleika í gagnvirkri kortagerð á rafrænu formi.

Nýting í verkefnum

 

Alta nýtir kortagerð og vefsjár markvisst í verkefnum sínum. Bæði til þess að greina stöðu, skýra stefnu en einnig til lifandi samráðs við almenning, s.s. við skipulagsgerð. 

 

Við erum alltaf að leita að nýjum leiðum til að auka skilning viðskiptavina okkar og almennings á eiginleikum landslags og byggðar. Þar spilar kortagerð og myndræn framsetning stórt hlutverk.

 

Alta hefur útbúið opna vefsjá fyrir allt landið með upplýsingum sem tengjast landnotkun og skipulagi, sjá www.vefsja.is.

VINDORKA

 

Vindorka er ný af nálinni á Íslandi og nauðsynlegt að læra af reynslu annarra landa þegar kemur að farsælli nýtingu vindorku.

 
SKIPULAG OG UMHVERFI

 

STEFNUMÓTUN OG SÓKNARFÆRI
GREININGAR OG KORT
VEFSJA.IS

Kortagögn um umhverfis- og skipulagsmál

Þjónusta Alta

 

Hagkvæmnigreiningar á grunni vindhraða, aðgangi að flutningsneti og rýni á umhverfis- og samfélagsþáttum m.t.t. helstu áhrifaþátta. Alta útbýr einnig yfirlitsgögn, vefsjár, sjónlínugreiningar og ásýndarmyndir. Sérhæfing okkar felst einnig í samráði við hagsmuna- og umsagnaraðila og aðstoð á sviði skipulagsmála og umhverfismati framkvæmda. 

Tölvupóstur: alta@alta.is           Sími: 582 5000          Kt. 630401-3130            Opið: 9-17