Námskeið

Við bjóðum almenn og sérsniðin námskeið tengd umhverfis- og skipulagsmálum.

Ráðgjafar Alta hafa viðamikla reynslu á sviði skipulagsmála, samráðs og um hagnýta notkun landupplýsinga. Við höfum gaman af að fræða og bjóðum almenn og sérsniðin námskeið og fyrirlestra fyrir sveitarfélög, stofnanir og þróunaraðila. Nánari upplýsingar veittar á namskeid@alta.is

Við bjóðum þrjú grunnnámskeið; um landupplýsingarsamráð og íbúaþátttöku og skipulagsmál, sjá nánar hér að neðan.

Grunn-munnstur-32.png

Námskeið um samráð og þátttöku íbúa

Markvisst samráð og samstarf við hagaðila er ein lykil forsenda farsælla ákvarðana í fjölmörgum sviðum. Það er einnig einn mikilvægasti þáttur í skipulagsgerð á öllum skipulagsstigum.

 

I. Grunnnámskeið: Um skipulag árangursríks samráðs í verkefnum og gerð samráðsstefnu

Markmið námskeiðsins er að þátttakandi öðlist skilning á samráði, að hverju þurfi að huga við skipulag árangursríks samráðs og færni til að skipuleggja það og nýta í daglegu starfi. 
Námskeiðið nýtist fulltrúum sveitarfélaga- og / eða stofnana, í hverjum þeim verkefnum þar sem árangursríkt samráð er nauðsynlegt eða líklegt er að það geti leitt til farsælli ákvarðana. 

Farið verður yfir:

  • Hugmyndafræðina á bak við samráð og hvað í því felst. 

  • Skipulag samráðsverkefna: samráðsstigann, gerð hagaðilagreiningar og samráðsáætlunar. 

  • Leiðir til samráðs, kynningarefni og samráðsaðferðir - augliti til auglitis eða rafrænar. 

  • Gerð samráðsstefnu og áætlunar um hvenær, við hverja og hvernig samráði skuli háttað í ólíkum verkefnum.

 

Námskeiðið er fjarnámskeið, 2 *2 tímar. Næsta námskeið verður haldið 6. og 7. maí. Verð 39.500.

II. Leiðsögn um skipulag samráðs í völdu verkefni

Sérsniðið eftir samkomulagi.

III. Gerð samráðsstefnu

Sérsniðið eftir samkomulagi.

Leiðbeinendur: Hildur Kristjánsdóttir og Elín Guðnadóttir, ráðgjafar hjá Alta.

Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á namskeid@alta.is

Næsta námskeið 
6. og 7. maí

Námskeið um landupplýsingar

Alta leiðbeinir um hagnýtingu landupplýsinga hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, með áherslu á notkun opins og gjaldfrjáls hugbúnaðar QGIS. Auk QGIS kennum við á Postgresql/PostGIS og Geoserver.

 

I. Byrjendanámskeið í notkun QGIS landupplýsingabúnaðar

haldið í samráði við LÍSU samtökin um landupplýsingar

Námskeiðið er ætlað þeim sem ekki hafa neina reynslu af notkun landupplýsingabúnaðar en vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS. Á námskeiðinu er farið yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig hægt er að nota landupplýsingar og landupplýsingakerfi til þess að leysa ýmis konar verkefni. Farið er í gegnum æfingar í því skyni.

Fjallað er um:

  • Hnitakerfi og varpanir. 

  • Mismunandi gerðir landupplýsinga. 

  • Hvernig gögn eru lesin inn og dregin út. 

  • Teiknun og skráningu landupplýsinga.

  • Hönnun og aðlögun útlits og framsetningu gagna.

  • Útprentun. 

 

Námskeiðið er fjarnámskeið, 2 x 3 tímar, 8 þátttakendur að hámarki. 

Næsta námskeið 11. maí. Skráning og verð hjá LÍSU á www.landupplysingar.is

Næsta námskeið 
11. maí

II. Sérsniðin byrjenda- og framhaldsnámskeið í notkun QGIS

haldið eftir samkomulagi

Auk þess býður Alta upp á leiðsögn um fyrirkomulag gagna, vistun, viðhald og miðlun, auk þjálfunar í notkun á hugbúnaði og ráðgjöf um hagkvæma valkosti við val á kerfum. 

 

Leiðbeinandi: Árni Geirsson, ráðgjafi hjá Alta.

Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á namskeid@alta.is

Námskeið í skipulagsmálum

Alta býður uppá sérstakt námskeið fyrir þá sem vilja öðlast yfirsýn um skipulagsmál.

 

I. Grunnnámskeið: „Yfirsýn um skipulagsmál”

Námskeiðið er einkum ætlað fulltrúum í sveitarstjórnum, skipulagsnefndum, atvinnumálanefndum, byggingarnefndum og umhverfisnefndum, framkvæmdastjórum sveitarfélaga og öðrum starfsmönnum sem með þessi mál fara, en einnig öðrum áhugasömum í stjórnsýslu og nefndum sveitarfélaga.

 

Farið er yfir öll skipulagsstigin, landsskipulag, svæðisskipulag, aðalskipulag, rammahluta aðalskipulags, deiliskipulag, umhverfismat áætlana og tengt regluverk með áherslu á heildarmyndina. 

 

Námskeiðið er 4 tíma fjarnámskeið. Verð 39.500.  Næsta námskeið 9. september. 

Leiðbeinendur: Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsfræðingar.

Við sérsníðum einnig námskeið eftir þörfum um helstu viðfangsefni tengd skipulagsmálum og gerum tilboð fyrir hópa.

Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á namskeid@alta.is

Næsta námskeið 
9. september