top of page

Hjá Alta höfum við umhverfisvernd og samfélagsábyrgð að leiðarljósi í störfum okkar

Um Alta

Grunn-munnstur-25.png

Frá stofnun árið 2001 hefur Alta starfað með fjölmörgum aðilum um allt land

Alta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Starfsfólk Alta hefur mikla og þverfaglega þekkingu á þessum sviðum. 

 

Við aðstoðum viðskiptavini við að ná farsælum árangri í krefjandi verkefnum og viljum vera þekkt af góðum verkum sem leiða til jákvæðra breytinga.

Verkefni Alta snúa að þróun og hönnun byggðar, bæja og borga, gerð svæðis-, aðal-, ramma- og deiliskipulags, verndaráætlana, loftslagsmálum, náttúrumiðuðum lausnum, blágrænum innviðum, umhverfismati áætlana og framkvæmda, greiningum og notkun landupplýsinga, stefnumótun og samráði.

Alta hefur úrvals hugbúnað og vélbúnað til að vinna skipulagsáætlanir s.s. QGIS, PostGIS, Geoserver, ArcGIS, ArcMap, AutoCAD, Google Earth Pro, Sketch Up Pro, InDesign, Illustrator og Photoshop. Skipuleg afritataka er af öllu efni.

Hér fyrir neðan kemur fram hvernig við viljum haga störfum okkar. Við metum reglulega hvernig okkur hefur tekist til og bætum úr þegar þörf krefur. 

Samfélagsábyrgð

Við vinnum samkvæmt stefnu Alta um samfélagsábyrgð og höfum verið aðilar að UN Global Compact síðan 2009. Við erum einnig aðilar að Samtökum um grænni byggð og Festu miðstöð um samfélagsábyrgð. Alta er þátttakandi í verkefni VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflandi vinnustað.

 

Árlega birtum við samfélagsábyrgðarskýrslu okkar á vef okkar. Skýrslur um frammistöðuna eru sendar árlega til UN Global Compact. Við höfum verið virkir félagar síðan 2009, næst lengst af öllum fyrirtækjum á Íslandi. Skýrslu ársins 2021 má sjá hér.

Picture1-e1551453151787.png
Festa_stoltur-adili_Red.png
heilsue_vinnust_logo_2023.png

Vottað gæðakerfi

Við höfum vottað gæðakerfi frá BSI skv. ISO 9001, sem byggir á gæðakerfi og umhverfisstefnu Alta frá stofnun 2001.

Við vinnum einnig skv. stefnu Alta um samfélagsábyrgð og höfum verið aðilar að UN Global Compact síðan 2009, annað íslenska fyrirtækið sem varð aðili og styðjum verkefnið. Árlega birtum við samfélagsábyrgðarskýrslu okkar á vef okkar, í samræmi við leiðbeiningar frá UN Global compact.

BSI-Assurance-Mark-ISO-9001-KEYB.png
bottom of page