Frá stofnun árið 2001 hefur Alta starfað með fjölmörgum aðilum um allt land
Alta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Starfsfólk Alta hefur mikla og þverfaglega þekkingu á þessum sviðum.
Við aðstoðum viðskiptavini við að ná farsælum árangri í krefjandi verkefnum og viljum vera þekkt af góðum verkum sem leiða til jákvæðra breytinga.
Verkefni Alta snúa að þróun og hönnun byggðar, bæja og borga, gerð svæðis-, aðal-, ramma- og deiliskipulags, verndaráætlana, loftslagsmálum, náttúrumiðuðum lausnum, blágrænum innviðum, umhverfismati áætlana og framkvæmda, greiningum og notkun landupplýsinga, stefnumótun og samráði.
Alta hefur úrvals hugbúnað og vélbúnað til að vinna skipulagsáætlanir s.s. QGIS, Postgresql/PostGIS, Geoserver, AutoCAD, Sketch Up Pro, InDesign, Illustrator og Photoshop. Skipuleg afritataka er af öllu efni.
Ábyrgð
Við leitumst við að vera ábyrg gagnvart umhverfi og samfélagi og horfum til alþjóðlegra viðmiða í þeim efnum.
Alta er aðili að Samtökum um grænni byggð og þátttakandi í verkefni VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflandi vinnustað.
Vottað gæðakerfi
Við höfum vottað gæðakerfi frá BSI skv. ISO 9001, sem byggir á gæðakerfi og umhverfisstefnu Alta frá stofnun 2001.