SKIPULAG OG UMHVERFI
Skipulag og umhverfi
Skipulag gegnir mikilvægu hlutverki í umhvefismálum og mótun framtíðarsýnar.
Við leggjum áherslu á að skipulag sé tæki til að ná fram markmiðum sveitarstjórna í atvinnu- og byggðaþróun en einnig í umhverfismálum, s.s. viðbrögðum við loftslags-breytingum.
Svæðisskipulag
Stefnumótandi áætlun nokkurra sveitarfélaga þar sem sett er fram sameiginleg framtíðarsýn og markmið til að ná þeirri sýn fram.
Aðalskipulag
Stefna sveitarfélags til að stuðla að hagkvæmri og vistvænni þróun umhverfis, atvinnu og byggðar.

Rammaskipulag
Rammaskipulag er skipulag hverfa eða bæjarhluta þar sem lagðar eru meginlínur um framtíðarþróun svæðisins.

Deiliskipulag
Nær til hverfishluta eða húsaþyrpingar sem myndar heildstæða einingu. Þar eru sett fram ákvæði um yfirbragð byggðar, byggingar og umhverfi.

Stafrænt skipulag
Með stafrænu skipulagi eru skipulagsuppdrættir lifandi gögn, landupplýsingar, sem auka mikið nýtingarmöguleika skipulagsuppdrátta.
