SKIPULAG OG UMHVERFI

SKIPULAGSÁÆTLANIR

 

Gegna mikilvægu hlutverki við að móta framtíðarsýn og stýra þróun byggðar. Alta veitir ráðgjöf á öllum stigum skipulags. 

 

Þjónusta Alta

Alta hefur í tvo áratugi unnið skipulagsáætlanir í samstarfi við sveitarfélög og einstaklinga um allt land.

Alta veitir alhliða þjónustu í skipulagsmálum á öllum stigum. Við leggjum áherslu á að skipulag sé tæki til að ná fram markmiðum sveitarstjórna í atvinnu- og byggðaþróun en einnig í umhverfismálum, s.s. viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Alta hefur einnig verið leiðandi í stafrænu skipulagi í fjölda ára.

 

Stafrænt skipulag

Við hjá Alta höfum verið í fararbroddi á sviði stafræns skipulags og unnið með Skipulagsstofnun um samræmt fyrirkomulag stafrænna gagna og aðferðir við innleiðingu.

 

Þau aðalskipulög sem við höfum unnið síðustu ár eru öll unnin í landupplýsingakerfum samkvæmt nýjum kröfum Skipulagsstofnunnar um stafrænt skipulag.

Svæðisskipulag

 

Svæðisskipulag er stefnumótandi áætlun nokkurra sveitarfélaga þar sem sett er fram sameiginleg framtíðarsýn og markmið til að ná þeirri sýn fram.

Alta tekur að sér að verkstýra og móta svæðisskipulag í heild sinni með sveitarstjórnum eða sinnir tilteknum þáttum við svæðisskipulagsgerðina. 

Aðalskipulag

 

Alta hefur langa reynslu af samvinnu með sveitarfélögum að gerð aðalskipulags. Við leggjum áherslu á að skipulagið nýtist sem stjórntæki fyrir hagkvæma og vistvæna þróun umhverfis, atvinnu og byggðar.

 

Sérstaða Alta liggur m.a. í góðri yfirsýn og þekkingu ráðgjafa, samráði og virkri miðlun gagna til íbúa, atvinnulífs og kjörinna fulltrúa t.d. með vefsjám.

Öll aðalskipulög sem Alta hefur unnið síðustu ár eru stafræn aðalskipulög í opnum hugbúnaði. Sjá hér dæmu um vefsjá sem við gerðum fyrir Vestmannaeyjabæ við vinnslu aðalskipulags.

Rammaskipulag

 

Rammaskipulag er skipulag hverfa eða bæjarhluta þar sem lagðar eru meginlínur um framtíðarþróun svæðisins.

Í rammaskipulagi er mikilvægt að skoða vel svæðið sem heild og greina helstu þætti sem skipta máli þegar kemur að þróun framtíðarbyggðar. 

Deiliskipulag

Deiliskipulag nær til hverfishluta eða húsaþyrpingar sem myndar heildstæða einingu. Þar eru sett fram ákvæði um yfirbragð byggðar, byggingar og umhverfi.

Mikilvægt er að skoða vel samhengi bygginga og rýmisins á milli þeirra svo það sé mannlegt og hugað að þörfum þeirra sem nota það. Nýtings lands, ásýnd  og umhverfisáhrif skipta miklu máli.

Bakhjarl skipulagsfulltrúa

Alta getur verið skipulagsfulltrúanum bakhjarl þegar vandasöm viðfangsefni koma upp eða þegar annríki er mikið.

 
Námskeið og leiðsögn

 

Við hjá Alta bjóðum almenn og sérsniðin námskeið um skipulagsgerð, m.a. um fyrirkomulag landupplýsinga.

BLÁGRÆNAR OFANVATNSLAUSNIR

 Með blágrænum ofanvatnslausnum nýtum við leiðir náttúrunnar við meðferð vatns innan byggðar. Alta hefur verið leiðandi í innleiðingu þeirra hérlendis.

 
Blágrænar ofanvatnslausnir​

 

Blágrænar ofanvatnslausnir (SUDS) eru umhverfisvænni leið til að meðhöndla vatn innan byggðar. Við leiðbeinum við mótun, skipulag og útfærslu blágrænna ofanvatnslausna.

Frumkvöðlastarf á Íslandi

 

Alta hefur verið leiðandi í innleiðingu blágænna ofanvatnslausnir hérlendis. Alta kom m.a. að skipulagi Urriðholts sem er fyrsta hverfið á Íslandi þar sem blágrænum ofanvatnslaunsum er beitt.​

Alta  hefur einnig útbúið leiðbeiningabækling um blágrænar regnvatnslausnir sem einkum er ætlaður íbúum og sveitarstjórnarfólki sem vill kynna sér kosti þeirra. 

Hröð þróun í nágrannalöndum

Blágrænar ofanvatnslausnir ryðja sér nú hratt til rúms í nágrannalöndum okkar sem einfaldari og ódýrari lausnir við meðferð ofanvatns. Innleiðing þeirra er einnig lykilatriði sem viðbragð við loftslagsbreytingum, bæði til að auka getu byggðar til að takast á við meiri öfgar í veðurfari og jafnframt að minnka umhverfisáhrif hennar.

 

Reynlslan hefur sýnt að blágrænar ofanvatnslausnir auka viðnámsþrótt hins byggða umhverfis gegn aukinni úrkomu sem fylgir loftslagsbreytingum, bæta umhverfisgæði og geta haft minni kostnað í för með sér en hefðbundnar regnvatnslagnir.

UMHVERFISMAT

Umhverfismati er ætlað að stuðla því að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við mótun stefnu eða áætlunar. Markmiðið er sjálfbær þróun og lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa.

 

Þjónusta Alta

 

Við hjá Alta höfum áratugareynslu af mati á umhverfisáhrifum, námskeiðshaldi því tengdu og höfum komið að gerð leiðbeininga í því efni fyrir Skipulagsstofnun. 

Við leggjum áherslu á markvisst matsferli, vinsun á mikilvægustu umhverfisþáttum og gott samstarf við lykil hagsmunaaðila.

Umhverfismat áætlana

 

Matið felst í að gera grein fyrir líklegum áhrifum áætlunar á einstaka umhverfis- og samfélagsþætti og síðan þá alla í heild sinni.

 

Mikilvægt er að samtvinna matið við forsendugreiningu og stefnumótun til að forðast tvíverknað og tryggja að matið nýtist sem best við ákvarðanatöku. 

Umhverfismat framkvæmda

 

Mati á umhverfisáhrifum framkvæmda er ætlað að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum þeirra.  

Við mat á umhverfisáhrifum er góð yfirýn og skilningur á heildar samhengi framkvæmdar og umhverfis gríðarlega mikilvægt til að tryggja sem hagfelldasta útkomu fyrir umhverfi og samfélag. Samspil við skipulagsáætlanir og stefnumörkun stjórnvalda er einnig mikilvægur þáttur að horfa til. ​

 

VERNDARSVÆÐI

Áhersla á jafnvægi milli nýtingar og verndar á grunni sérstöðu svæðis í góðri sátt við almenning, landeigendur og aðra hagsmuna- og umsagnaraðila. 

Þjónusta Alta

 

Við aðstoðum við skipulagningu, stjórnun og uppbyggingu verndarsvæða og þjóðgarða. 

 

Verdarsvæði gegna mikilvægu hlutverki til verndunar sérstæðs lífríkis, jarðminja, menningarminja, sögu og/eða landslags. 

Þjóðgarðar og verndarsvæði

 

Mikilvægt er að ná fram sátt um forsendur verndar og nýtingar þar sem t.d. gestagangur og náttúrugæði fara saman. 

Greining á sérstöðu

Mat á verndargildi á heims-, lands- og svæðisvísu. Greining á staðaranda svæðisins

og sérstöðu m.t.t. náttúrufars, menningu, landslags og arfleiðar. Sterkari ímynd svæðis sem grunnur fyrir nýsköpun og vöruþróun.

Framtíðarsýn

Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar með stefnu og skipulagsákvæðum um verndun og nýtingu. Gerð áætlunar um innleiðingu, markvissa uppbyggingu og miðlun.

 

SAMRÁÐ

Alta hefur víðtæka reynslu af samráði og skipulagi þess. Reynslan segir okkur að markvisst og árangursríkt samráð og samstarf við hagsmunaaðila, sé ein lykil forsenda farsælla ákvarðana. 

Þjónusta Alta

Samráð við hagsmunaaðila fléttast inn í flest verkefni Alta. Það þarf að vera markvisst og falla rétt að viðfangsefninu. Úfærsla samráðsins getur verið mjög ólík eftir því hvar í ferlinu það er viðhaft, við hverja samráðið er haft og árangrinum sem það á að skila.

Vel skipulagt samráð

 

Vel skipulagt samráð eykur líkur á skilningi og sátt og styrkir baklandið. Það dregur fram nýjar hugmyndir, tækifæri og lausnir.

 

Við undirbúning samráðs er nauðsynlegt að

skilgreina viðfangsefnið, innri skuldbindingu og ákvörðunarferlið.

 

Alta hefur mikla reynslu í þessum málaflokki og aðstoðar m.a. við greiningu hagsmunaaðilaa, þarfir og þátttökustig, skipulag samráðsferils og að finna þær samráðsaðferðir sem henta hverju sinni.

SKIPULAG OG UMHVERFI

 

STEFNUMÓTUN OG SÓKNARFÆRI
GREININGAR OG KORT
VEFSJA.IS

Kortagögn um umhverfis- og skipulagsmál

Tölvupóstur: alta@alta.is           Sími: 582 5000          Kt. 630401-3130            Opið: 9-17