STEFNUMÓTUN OG SÓKNARFÆRI

STEFNUMÓTUN

 

Flest verkefni okkar fela í sér stefnumótun af einhverju tagi. Gott samráð við hagsmunaaðila er lykilatriði.

 

Þjónusta Alta

Mörg af verkefnum Alta fela í sér stefnumótun af einhverju tagi og öll kalla á skipulega verkefnastjórnun. Alta hefur því mikla reynslu af hvoru tveggja.

Stefnumótun

 

Við leggjum áherslu á að stefnumótunarferlið sé lagað að þörfum og aðstæðum viðskiptavinarins. Hagsmunaaðilar eigi aðild að ferlinu eftir vægi hvers um sig. Stefnan sé skýr, innleiðing markviss og eftir liggi raunverulegt hjálpartæki við ákvarðanatöku.

Stundum felst vinna okkar í að aðstoða viðskiptavininn við að árétta stefnu sem fyrir hendi er. 

Við aðstoðum einnig við að tengja innlenda stefnumótun við alþjólegar stefnur á borð við Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.

Verkefnastjórnun

 

Mikilvægt er að viðfangsefnin séu vel skilgreind, markmiðin skýr og  að áætlanir í upphafi verks séu vandaðar. Frá byrjun þarf að greina áhættur og hindranir og tryggja að  fullnægjandi þekking og aðföng séu til ráðstöfunar. Þá sé framgangi vel fylgt eftir, allt til loka. 

BYGGÐAÞRÓUN

 

Ráðgjöf sem snýr að svæðisbundinni stefnumótun, s.s. svæðisskipulögum og sóknaráætlunum.

 

Þjónusta Alta

 

Alta aðstoðar t.d. sveitarfélög við að móta áætlanir um nýtingu landgæða og þróun byggðar. Slíkar áætlanir geta verið með ýmsu móti - mestu skiptir að finna einfaldar og árangursríkar leiðir.

Sérkenni svæðis

 

Mikilvægt er að fá yfirlit yfir sérkenni svæðis m.t.t. auðlinda, sögu, staðaranda og menningar. Á grunni þess er hægt að greina tækifæri til atvinnuþróunar og eflingar byggðar, móta mark svæðis og móta stefnu í framhaldi af því. 

Kortlagning

Yfirlitið fæst m.a. með kortlagningu og lýsingu á sérkennum svæðisins. Það má setja fram sem „Atlas“ (kortabók) eða vefsjá. Með slíkri framsetningu eru gögn gerð aðgengileg almenningi til ýmissa nota.

Samráð og samvinna

 

Samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila skiptir miklu máli. Það getur falið í sér samræðu um hagsmuni og sjónarmið og náð fram niðurstöðu sem almenn sátt ríkir um.

Stefnumótandi skipulag

 

Í tilviki stefnumótandi skipulagsáætlana beinast sjónir fyrst og fremst að skipulagsmálum og hvernig þau geta stuðlað að framtíðarsýn og markmiðum um þróun atvinnulífs og byggðar.

 

FERÐAÞJÓNUSTA

 

Alta veitir ráðgjöf varðandi stefnumótun í ferðamálum og skipulagningu ferðamannastaða. Þar fer oft fram samhliða greining á staðaranda og sérstöðu hvers svæðis sem grunnforsenda ferðaleiða.

Þjónusta Alta

Ferðamenn sækjast í æ ríkari mæli eftir því sem er ekta; að komast í tengsl við daglegt líf fólks og upplifa sérstæðan staðaranda. Því er gagnlegt að greina sérkenni svæðis og marka stefnu um hvernig eigi að nýta þau.

 

Þannig má efla ferðaþjónustu á forsendum hvers staðar, styrkja ímynd svæðisins og stuðla með því að eflingu atvinnulífs og byggðar.

Skipulag og þróun ferðamannastaða

 

Greining á upplifnunum og staðaranda svæðisins auk mögulegra áfangastaða og ferðaleiða er mikilvæg forsenda. Greiningin byggir á náttúru, menningu og sögu hvers staðar.

 

Markmið skipulags og þróunar ferðamannastaða eru oft ánægjulegri upplifun og lengri dvalartími á staðnum. Að uppbygging sé markviss og skapaður sé grunnur fyrir nýsköpun og vöruþróun.

Aðstoð við ferðaþjónustufyrirtæki

 

Við aðstoðum við að gera veruleika úr hugmyndum. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og markvissa miðlun frammistöðu.

Miðlun kortaupplýsinga

 

Við gerum kort og vefsjár af ýmsu tagi sem gagnast í ferðaþjónustu. Greinum og matreiðum landupplýsingar úr ólíkum áttum og miðlum þeim  í kortum og vefsjám. 

MÖRKUN SVÆÐA

 

Mark svæðis lýsir þeirri upplifun sem svæði býður upp á, s.s. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þjónustu. Skilgreining á markinu þarf að byggja á sýn íbúa á sitt svæði og tengslum þeirra við það. 

 

Þjónusta Alta

Greining á sérkennum og staðaranda svæðis, þ.e. þeim efnivið sem þarf ef marka á svæði, hvort sem það er hverfi, bær, borg, ferðamannastaður, tiltekin landslagseining, sveitarfélag/-félög eða landshluti.

 

Skilgreining á marki svæðis. Stefnumótun og skipulagsgerð fyrir stærri og smærri svæði, sem er í samræmi við markið.

Atvinna og byggðaþróun

Mörkun svæða er ein leið til styðja við þróun byggðar og atvinnulífs, en hún miðar að því að laða að fjárfestingar, fyrirtæki, vörur, ferðamenn og nýja íbúa. Með því að skilgreina mark svæðis, þróa svæðið m.t.t. atvinnu-, menningar-, umhverfis- og skipulagsmála á grunni þess og miðla síðan markinu til viðeigandi markhópa er leitast við að auka aðdráttarafl svæðis og bæta samkeppnisstöðu þess. Skipulagsáætlanir má vinna út frá þessum vinkli þannig að þær nýtist betur sem verkfæri til byggðaþróunar.

Greining staðar

 

Greining á sérkennum, staðarsjálfsmynd og staðaranda er því grunnur að skilgreiningu á marki. Slík greining er jafnframt hluti af skipulagsgerð og getur því nýst jafnt sem grundvöllur að marki, sem skipulagi. Skipulag er ennfremur mikilvæg leið til að framfylgja marki því að til þess að mark þjóni tilgangi sínum þarf að tryggja að stefnumótun um þróun og uppbyggingu svæðis taki mið af því og styðji við það.

Alta hefur gefið út bækling um gerð skipulagsáætlana út frá vinkli mörkunar svæða. Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar. 

Stafumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða, stefnumótun, svæði

LOFTSLAGSMÁL

Baráttan við loftslagsbreytingar er mikilvægt og flókið viðfangsefni sem teygir anga sína víða. Skipulagsáætlanir eru eitt sterkasta tækið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og áhrifum loftslagsbreytinga á byggð og samfélag.

 

Þjónusta Alta

 

Viðfangsefnin fela m.a. í sér umhverfisvænar áherslur í skipulagi sem hafa í för með sér jákvæð áhrif á lýðheilsu, göngu- og hjólavænt umhverfi, gróður í byggð, góða nýtingu lands og verndarsvæða, endurheimt votlenda, skipulag skógræktar, blágrænar ofanvatnslausnir, förgun úrgangs og verndun líffræðilegrar fjölbreytni, svo eitthvað sé nefnt.


Hjá Alta er mikil þekking á lofslagsmálum í víðu samhengi. Við aðstoðum við að greina helstu áhættuþætti vegna loftslagsáhrifa, leggjum til leiðir við að bregðast við þeim og hvernig má lágmarka kolefnisfótspor. 

SKIPULAG OG UMHVERFI

 

STEFNUMÓTUN OG SÓKNARFÆRI
GREININGAR OG KORT
VEFSJA.IS

Kortagögn um umhverfis- og skipulagsmál

Tölvupóstur: alta@alta.is           Sími: 582 5000          Kt. 630401-3130            Opið: 9-17