top of page

Námskeið um QGIS landupplýsingar

Alta leiðbeinir um hagnýtingu landupplýsinga hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, með áherslu á QGIS. Kennum einnig á Postgresql/PostGIS og Geoserver.

Skýring 2020-03-29 095538.png

Byrjendanámskeið í notkun QGIS landupplýsingahugbúnaðar

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast grunnþekkingu á hvernig unnið er með landupplýsingar í QGIS.

 

Á námskeiðinu er farið yfir helstu grunnaðgerðir og hugtök, auk þess sem þátttakendur fá góða innsýn í hvernig landupplýsinga er aflað, notkun þeirra og miðlun. 

Fjallað er um:

  • Hnitakerfi og varpanir. 

  • Mismunandi gerðir landupplýsinga. 

  • Hvernig gögn eru sótt og unnin. 

  • Skráningu nýrra landupplýsinga.

  • Hönnun og aðlögun útlits og framsetningu gagna.

  • Uppsetning kortablaðs. 

 

Námskeiðið er heill dagur, kl. 9-16. Verð er kr. 40.000.

Skráðir þátttakendur fá nánari upplýsingar u.þ.b. viku fyrir námskeiðsdaginn.

 

Smelltu hér til að skrá þig

ATH: Námskeið getur fallið niður vegna ónógrar þátttöku og fyrstur kemur, fyrstur fær ef námskeið fyllist. 

Leiðbeinandi: Árni Geirsson

Frekari upplýsingar á namskeid@alta.is

Næsta námskeið verður miðvikudag 27. nóvember 2024.
Skýring 2020-03-29 102924.png

Sérsniðin byrjenda- og framhaldsnámskeið í notkun QGIS

Haldin eftir samkomulagi

Alta býður upp á leiðsögn um fyrirkomulag gagna, vistun, viðhald og miðlun, auk þjálfunar í notkun á hugbúnaði og ráðgjöf um hagkvæma valkosti við val á kerfum. 

Sviss_og_Frakkland_júlí_2019-012_edited.
bottom of page