top of page

Námskeið um samráð og þátttöku íbúa

Alta býður námskeið um markvisst samráð og samstarf við hagaðila, sem er ein lykil forsenda farsælla ákvarðana á fjölmörgum sviðum

I. Grunnnámskeið: Um skipulag árangursríks samráðs í verkefnum og gerð samráðsstefnu

Markmið námskeiðsins er að þátttakandi öðlist skilning á samráði, að hverju þurfi að huga við skipulag árangursríks samráðs og færni til að nýta það í daglegu starfi. 


Námskeiðið nýtist fulltrúum sveitarfélaga- og / eða stofnana, þar sem samráð er nauðsynlegt eða líklegt til að leiða til farsælli ákvarðana. 

Farið er yfir:

  • Hugmyndafræðina á bak við samráð og hvað í því felst. 

  • Skipulag samráðsverkefna: samráðsstigann, gerð hagaðilagreiningar og samráðsáætlunar. 

  • Leiðir til samráðs, kynningarefni og samráðsaðferðir - augliti til auglitis eða rafrænar. 

  • Gerð samráðsstefnu og áætlunar um hvenær, við hverja og hvernig samráði skuli háttað í ólíkum verkefnum.

Tímasetning samkvæmt samkomulagi.

II. Leiðsögn um skipulag samráðs í völdu verkefni

Sérsniðið eftir samkomulagi.

III. Gerð samráðsstefnu

Sérsniðið eftir samkomulagi.

Umsjón: Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi hjá Alta.

Skráning og frekari upplýsingar á namskeid@alta.is

Halldóra Hreggviðsdóttir - 2014 -3.jpg
bottom of page