top of page

London verður þjóðgarður!


Ákveðið hefur verið að London verði fyrsta þjóðgarðaborg í heimi. London er ein grænasta borgin í Evrópu og um nokkurt skeið hefur hópur fólks unnið að hugmyndum um að aðlaga vel þekkta hugmyndafræði þjóðgarða og nýta hana fyrir garða og græn borgarsvæði í stórborginni London. Tilgangurinn er að gera borgina að enn grænni, náttúrulegri og heilsusamlegri stað með enn meira aðdráttarafl fyrir borgarbúa og gesti - og jákvæðum áhrifum fyrir samfélag og efnahag.

Hópurinn hefur m.a. gert skemmtilegan vef um hugmyndina og útfærslu hennar: http://www.nationalparkcity.london/

Samspil manns og náttúru getur verið með ýmsum hætti og þarna er dæmi um nálgun sem styðst við hefðbundin verkfæri á borð við þjóðgarða og verndarsvæði, en gengur út frá að nýta þau verkfæri á frumlegan og nýstárlegan hátt. Eðlilegt er að aðlaga verkfærin að þeim markmiðum sem ná þarf hverju sinni.



bottom of page