
Við hjá Alta bjóðum almenn og sérsniðin námskeið á sviði skipulagsmála, samráðs og um hagnýta notkun landupplýsinga hjá sveitarfélögum.
Námskeið á sviði samráðs og þátttöku íbúa:
Grunnnámskeið: Um skipulag árangursríks samráðs í verkefnum og gerð samráðsstefnu. Námskeið haldið 6. maí.
Leiðsögn um skipulag samráðs í völdu verkefni. Sérsniðið.
Gerð samráðsstefnu. Sérsniðið.
Námskeið í skipulagsmálum:
„Yfirsýn um skipulagsmál”. Farið yfir öll stig skipulags, umhverfismat áætlana og framkvæmda og tengt regluverk með áherslu á að gefa heildarmynd. Námskeið haldið 9. september.
Sérsniðin námskeið um svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulagsgerð, umhverfismat áætlana og framkvæmda.
Námskeið á sviði landupplýsinga:
Byrjendanámskeið í notkun QGIS landupplýsingabúnaðar, haldið í samstarfi við LÍSU samtökin. Námskeið haldið 11. maí.
Framhaldsnámskeið í notkun QGIS. Sérsniðið.
Frekari upplýsingar: www.alta.is/namskeid og namskeid@alta.is
Comments