top of page

Svona unnum við 2019

Updated: May 14, 2020

Hvernig má ná árangri í umhverfis-, gæða- og samfélagsmálum? Hér í árlegri UN Global Compact skýrslu Alta sýnum við okkar leiðir. Skýrslan ber nafnið Svona unnum við 2019 og hana má nálgast hér.



Samfélagsábyrgð hefur verið mikilvægur hluti af starfsemi Alta í gegnum tíðina. Við höfum verið aðilar að UN Global Compact síðan 2009, annað íslenskra fyrirtækja. Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum eins og UN Global Compact er mikilvægur leiðarvísir fyrir okkur um hvernig við getum dregið úr umhverfisáhrifum okkar og tryggjum sem best jákvæð samfélagsáhrif af starfsemi okkar. Við leggjum metnað okkar í að gera vel. Þetta er ellefta árið í röð sem Alta tekur saman yfirlit yfir umhverfis- og samfélagsleg áhrif starfseminnar í samræmi við skilmála UN Global Compact. Farið er yfir hvernig starfsemin tengist bættum mannréttindum, vinnumarkaðsmálum og vinnu gegn spillingu, umhverfismálum og viðspyrnu gegn hnattrænni hlýnun.


Á síðasta ári tengdum við stefnu okkar við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem stefna að betri heimi á hnattrænum skala og það gerum við aftur í ár. Sú tenging skýrir vel hvar og hvernig við getum haft áhrif til betri vegar í leik og starfi.


Á næsta ári mun Alta einnig leggja sérstaka áherslu á heilsueflingu á vinnustaðnum með þátttöku í þróunarverkefni um Heilsueflandi vinnustaði í samstarfi við Landlæknisembætti Íslands, Vinnueftirlitið og VIRK. Við væntum góðs af þátttöku í því verkefni og fylgjumst spennt með framvindunni þar og lærdómnum, hvernig við getum gert góðan vinnustað enn betri.



bottom of page