top of page

Vindorka og landslag

Updated: May 14, 2020

Vindorka og landslag var til umfjöllunar á fyrsta fundi í morgunfundaröð Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu þann 29. október sl. Þar kynnti Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta, fyrirmyndir frá Noregi og Skotlandi um stefnu á landsvísu hvað varðar uppbyggingu vindorkuvera m.t.t. landslags. Fundurinn var haldinn í samvinnu við verkefnisstjórn rammaáætlunar og Samband íslenskra sveitarfélaga. Glærukynningar af fundinum verður hægt að nálgast á vefnum landsskipulag.is.

Vindorka og landslag
Matthildur Kr. Elmarsdóttir á morgunfundi Skipulagsstofnunar og verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Alta býður ýmsa þjónustu á sviði vindorkumála, s.s. hagkvæmnigreiningar á grunni vindhraða, yfirlit um aðgang að flutningsneti og rýni á umhverfis- og samfélagsþáttum m.t.t. helstu áhrifaþátta. Alta útbýr einnig yfirlitsgögn, vefsjár, sjónlínugreiningar og ásýndarmyndir. Sérhæfing okkar felst einnig í samráði við hagsmuna- og umsagnaraðila og aðstoð á sviði skipulagsmála og umhverfismats framkvæmda. 

Comentários


bottom of page