Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Alta vann aðalskipulag Grundarfjarðar sem innifól rammahluta miðbæjar, Framness og hafnarsvæðis bæjarins.

Grundarfjörður hefur djúpar rætur í sjávarútvegi en ferðaþjónusta hefur farið vaxandi síðustu ár í sveitarfélaginu. Þar er ekki síst hið heimsfræga Kirkjufell sem laðar að auk Snæfellsnessins alls sem hefur eflst mikið sem ferðamannastaður.

Aðalskipulagið tekst á við þessi tækifæri og áskoranir sem þeim fylgja. Leitast er við að styrkja staðaranda svæðisins með lífsgæði íbúa að leiðarljósi með fjölskylduvænu og umhverfisvænu samfélagi. Skipulagið er að sjálfsögðu stafrænt og kynnt m.a. með vefsjá sem áfram nýtist sveitarfélaginu.