top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Aðalskipulag Vestmannaeyja

Í Vestmannaeyjum er samfélag sem byggir á hinni einstöku eyjamenningu og nýtingu náttúruauðlinda með sjósókn og ferðamennsku.

Markmið aðalskipulagsins var að skapa góð skilyrði fyrir fjölskylduvænt samfélag með þróttmiklu mennta- og menningarstarfi og öflugu atvinnulífi. Hagkvæm nýting lands er lykilatriði á Heimaey, þar sem landsvæði er af skornum skammti. Unnið var náið með bæjaryfirvöldum og leitast við að varðveita sérkenni landslags, náttúru og menningarminja Vestmannaeyja. Skipulagið var stafrænt og kynnt m.a. í vefsjá sem síðan nýtist bænum áfram við skipulagsvinnu.

bottom of page