top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Aðstoð við innleiðingu stafræns skipulags

Ráðgjöf um fyrirkomulag gagna og aðferðir við innleiðingu fyrir Skipulagsstofnun.

Alta hefur aðstoðað Skipulagsstofnun við innleiðingu stafræns skipulags. Í febrúar 2011 skilaði Alta samantekt um stafræna skipulagsgerð í Danmörku, Noregi og Íslandi. Í desember 2012 skilaði Alta skýrslu um innleiðingu stafræns skipulags og benti á áhugaverða fyrirmynd í gagnahögun INSPIRE. Í janúar 2017 kom síðan út skýrsla um þróun verklags við stafrænt skipulag. Tvær síðastnefndu skýrslurnar voru unnar með styrk frá Rannsóknar‐ og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.

Auk ofangreindra skýrslna hefur Alta unnið sýnidæmi um gögn fyrir stafrænt aðalskipulag, drög að leiðbeiningum og drög að gagnalýsingu fyrir afhendingu gagna úr skipulagsgagnagrunni.

bottom of page