Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Brú yfir Fossvog

Alta vann tilkynningu vegna matsskyldu og deiliskipulag fyrir brú yfir Fossvog sem er ný samgöngutenging fyrir gangandi, hjólandi og Borgarlínu milli Kópavogs og Reykjavíkur.

Samhliða gerð deiliskipulags var unnin breyting á aðalskipulagi Kópavogs til að akstur almenningsvagna yrði í samræmi við skipulag. Alta vann tilkynningu fyrir framkvæmdina þar sem kanna þurfti hjá Skipulagsstofnun hvort framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum og varð niðurstaðan sú að svo væri ekki.