top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Deiliskipulag við Kolgrafarfjörð

Skipulag aðlaðandi og öruggs áningarstaðar

Alta skipulagði nýjan áningarstað sem stuðlar að því að bæta aðstöðu vestanvert við Kolgrafafjarðarbrú. Þar verður hægt að stöðva á öruggan hátt og njóta þeirrar einstöku upplifunar og náttúruskoðunar sem staðurinn býður uppá.

Ferðafólk hefur stöðvað við brúna til að njóta fagurs útsýnis, sjávarstraumsins undir brúnni og fjölskrúðugs dýralífs. Umferð gangandi fólks yfir og við brúna hefur skapað talsverða hættu, bæði fyrir hina gangandi, sem og fyrir akandi umferð um veg og brú. Jafnvel hefur borið á því að bílar stöðvi á brúnni í myrkri og slökkvi ljós til að njóta norðurljósadýrðar með tilheyrandi hættu. Nýr áfangastaður tryggir betur öryggi og eykur upplifun.

bottom of page