top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Efnistökusvæði á hafsbotni í Fjarðabyggð

Greining á grunni þrívíddarlíkana

Mikilvægt er að sveitarfélög sem byggja á hafnsækinni starfsemi hafi góða yfirsýn um hvar mögulegt kann að vera að nema set úr sjó til uppbyggingar hafnarmannvirkja á hagkvæman hátt. Alta vann þrívíddarlíkön af botni allra fjarða Fjarðabyggðar á grunni fjölgeislamælinga frá Sjómælingarsviði Landhelgisgæslunnar og nýtti til greiningar á mögulegum setsvæðum í öllum fjörðum Fjarðabyggðar ásamt Kjartani Thors jarðfræðingi. Þrívíddarlíkönin gefa vísbendingu um möguleg setsvæði, sem síðan þarf að rannsaka nánar. Með þessu fæst gott yfirlit sem nýtist til ákvörðunar um hvar gæti verið áhugavert að fara í frekari rannsóknir s.s. á setþykkt, dælanleika sets, berggerð, kornastærð o.fl.

bottom of page