Verkefni

Garðahverfi - Verndarsvæði í byggð

Alta aðstoðaði Garðabæ við tillögu um að Garðahverfi á Álftanesi verði gert að verndarsvæði í byggð.

Garðahverfið var eitt af fyrstu svæðunum á landinu sem samþykkt voru sem verndarsvæði í byggð, en það eru byggð svæði með sögulegt gildi þar sem ákveðið hefur verið að stuðla að varðveislu byggðar. Vinnan felur í sér mat á varðveislugildi svæðis auk þess að móta stefnu fyrir framtíðarþróun samhliða verndun.

Tillagan var byggð á deiliskipulag Garðahverfis sem Alta hafði unnið áður, þar sem unnið var með samþætta verndun að leiðarljósi og stórmerkilegt menningarlandslag og náttúra Garðahverfisins voru lögð til grundvallar.

Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130