top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Gerð byggðarlíkana við mótun byggðar

Alta hefur þróað öflugt líkan fyrir íslenskar aðstæður fyrir verðmat á landi, ramma- og deiliskipulagsgerð

Alta hefur þróað íslenskt byggðarlíkan til greiningar og þróunar lands á grunni erlendra fyrirmynda. Líkanið gefur þróunaraðilum gríðarlega góðan grunn til að áætla þróunarkostnað og tekjur af landinu af mun meira öryggi og með minni fyrirhöfn en áður hefur verið hægt. Auðvelt er að prófa mismunandi sviðsmyndir.

Með byggðarlíkaninu má reikna út byggingarmagn, fjölda íbúða, meðalstærðir íbúða, stærð atvinnuhúsnæðis, byggðablöndun, götulengd/-rými, fjölda bílastæða, stærð opinna svæða og flatarmál innviða s.s. gatna, gangstétta og grænna svæða út frá mismunandi byggðarmynstri, þ.e. mismunandi möguleikum í útfærslu landnotkunar, gatnaskipulags, samsetningu húsagerða og fyrirkomulagi bílastæða. Líkanið er notað sem grunnur fyrir skipulag og verðmat svæða.

Líkanið höfum við nýtt við verðmat á landi og skipulagsgerð með góðum árangri.

bottom of page