top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Gönguleiðir um Kerlingafjöll

Kortagerð á gönguleiðum fyrir Umhverfisstofnun

Alta vann gönguleiðakort fyrir Kerlingafjöll í nánu samstarfi við umhverfisstofnun. Þar má sjá yfirlit yfir fjölbreytta gönguleiðir um svæðið.

Kerlingafjöll eru fjallaklasi á sunnanverðum Kili og þar er eitt af öflugri háhitasvæðum á hálendinu, staðsett í miðjum fjallaklasanum og afmarkast af nokkrum tindum, sem taldir eru vera úr brúnum á stórum eldgíg sem þarna hefur verið. Kerlingafjöll eru stórkostlegt svæði til útivistar og náttúruskoðunar.

í Maí 2020 vann Alta gönguleiðakort fyrir Umhverfisstofnun þar sem Kerlingarfjöll voru kortlögð. Á kortinu má sjá mis krefjandi gönguleiðir og helstu aðstöðu sem boðið er upp á svæðinu. Hver gönguleið er með stutta lýsingu og einnig má sjá hæðaferil leiðarinn, hversu mikið gengið er upp í og niður í móti auk mynda af svæðinu.

bottom of page