top of page
Verkefni
Gönguvænn og blágrænn Grundarfjörður
Alta vann að stefnumótun og innleiðingu
Grundarfjörður hefur breikkað og fjölgað göngusvæðum og bætir götutengingar svo bærinn verði öruggari fyrir vegfarendur. Blágrænum gróðursvæðum - ofanvatnslausnum er samhliða bætt við bæjarumhverfið og álagi þannig létt af holræsakerfi bæjarins.
Byggt er á stefnu í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem Alta aðstoðaði bæinn við. Alta aðstoðaði einnig við skipulag og innleiðingu blágrænu ofanvatnslausnanna og grænu svæðanna.
Ávinningur blágrænna ofanvatnslausna er margþættur; þær auka umhverfisgæði, styðja við líffræðilegan fjölbreytileika, bæta gæði vatns og draga úr vatnsmagni í fráveitunni. Bærinn verður grænni og gönguvænni, sem bætir um leið lífsgæðin.
bottom of page