top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Hugmyndasamkeppni um Kársnes

Alta aðstoðaði við hugmyndasamkeppnina „Kársnes – Sustainable lifeline“.

Keppnin var hluti af alþjóðlegu keppninni Nordic Built Cities Challenge en Kársnes í Kópavogi var eitt af sex þéttbýlissvæðum á Norðurlöndum sem valin voru til þátttöku. Alta sá um allan undirbúning, þ.m.t að skilgreina forsendur, gera keppnislýsingu og aðstoða dómnefnd við hennar störf.

Meginmarkmið samkeppninnar, sem fram fór 2016, var að efla nýsköpun og samkeppnishæfni Norðurlandanna á sviði sjálfbærni í byggðu umhverfi. Alls bárust 19 tillögur og 4 voru valdar úr í úrslit. Dómnefnd valdi tillöguna Spot on Kársnes, en höfundar hennar voru Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, Anders Egebjerg Terp landslagsarkitekt og Gunnlaugur Johnson, arkitekt.

bottom of page