top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Hugmyndasamkeppni um miðbæ Akureyrar

Alta sá um alþjóðlegu hugmyndasamkeppnina "Akureyri í öndvegi" um skipulag miðbæjar Akureyrar.

Keppnin fór fram árunum 2004-2005 og bárust um það bil 140 tillögur víðs vegar að úr heiminum í keppnina. Skoski arki­tektinn Gra­eme Massie frá Ed­in­borg hlaut fyrstu verðlaun.

Undanfari keppninnar var umfangsmikil vinna við skilgreiningu á forsendum keppninnar í samráði við hagsmunaaðila og bæjarbúa. Ber þar hæst fjölmennasta íbúaþing sem haldið hefur verið á Íslandi en þaðan komu margar hugmyndir bæjarbúa sem þátttakendur í samkeppninni gátu kynnt sér.

Alta sá um allan undirbúning, þ.m.t. íbúaþingið og að skilgreina forsendur, gera keppnislýsingu, finna dómnefnd, aðstoða dómnefnd við hennar störf og kynningu á erlendum samkeppnisvefjum.

bottom of page