top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar

Alta hélt utan um alþjóðlegu hugmyndasamkeppnina Vatnsmýri-102 um skipulag Vatnsmýrinnar í Reykjavík á árunum 2007-2008.

Alta sá um allan undirbúning, þ.m.t að skilgreina forsendur, gera keppnislýsingu, finna dómnefnd, aðstoða dómnefnd við hennar störf og kynningu á erlendum samkeppnisvefjum. 136 vandaðar tillögur bárust í keppnina en fyrstu verðlaun hlutu skosku arkítektarnir Graeme Massie, Stuart Dickson og Alan Keane.

Keppendur höfðu aðgang að umfangsmiklum gögnum um skipulagsforsendur svæðisins, ásamt skýrslum um samráð við borgarbúa og hagsmunaaðila um þá möguleika sem Vatnsmýri kynni að bjóða upp á. Í forsendum var ekki tekin afstaða til þess hvort flugvöllur væri áfram á svæðinu heldur kallað eftir hugmyndum um þróunarmöguleika. Tillögur samkeppninnar voru sýndar á glæsilegri sýningu í Hafnarhúsinu og einnig gefnar út í fallegri bók.

bottom of page