top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Námskeið um landupplýsingar

Vinsælu QGIS námskeiðin okkar eru nú haldin sem fjarnámskeið

Það er ánægjulegt að sjá hversu margir hafa nýtt tækifærið til að efla þekkingu starfsfólks um tækifæri við notkun á landupplýsingum. Vinsældir námskeiðanna fóru að aukast enn meira þegar við fórum að bjóða þau sem fjarnámskeið. Sérsniðnu námskeiðin hafa sérstaklega farið á flug hjá sveitarfélögum.

Við leiðbeinum um hagnýtingu landupplýsinga hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, með áherslu á notkun opins og gjaldfrjáls hugbúnaðar QGIS. Auk QGIS kennum við á Postgresql/PostGIS og Geoserver. Regluleg námskeið hafa verið haldin í samstarfi við LÍSU, samtökum um landuppýsingar. Sjá nánar hér: https://www.alta.is/namskeid

bottom of page