top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Námskeið um samráð og íbúaþátttöku

Stutt námskeið sem gefa yfirsýn yfir skipulag árangursríks samráðs og gerð samráðsstefnu

Við hjá Alta höfum leitt mikinn fjölda samráðsverkefna, smárra sem stórra og þekkjum því vel þann mikla ávinning sem hægt er að ná með markvissu samráði. Tækjakista Alta er fjölbreytt þegar efna þarf til samráðs, hvort sem um er að ræða rafrænt samráð eða virkjun aðila til samtals á vettvangi.

Okkur þykir mikilvægt að vera þátttakendur í að styrkja sveitarfélög og stofnanir þannig að þau geti sem best nýtt sér ávinning samráðs; viti hvernig best er að skipuleggja samráð og innleiða. Alta býður því stutt grunnnámskeið um skipulag árangursríks samráðs og gerð samráðsstefnu.

bottom of page