Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Innleiðing íbúasamráðs hjá sveitarfélögum

Alta leiðbeindi sveitarfélögum um skipulag samráðsverkefna

Samband íslenskra sveitarfélaga fékk styrk um reynsluverkefni um íbúasamráð 2019-2020. Markmiðið var að byggja upp þekkingu hjá sveitarfélögum á því hvernig hægt væri að skipuleggja samráð við íbúa og beita ýmsum samráðsaðferðum.

Akureyrarbær, Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær voru valin til þátttöku og völdu sér samráðsefni. Þau fengu síðan stuðning frá ráðgjöfum Alta og sérfræðingum frá sænska sveitarfélagasambandinu við skipulag þeirra.

Akureyrarbær valdi samráð við börn og ungmenni um breytingu á leiðakerfi Strætó. Kópavogsbær valdi samráð við börn og ungmenni um hvernig þau geti komið meira að málefnum sveitarfélagsins með skírskotun til 12. gr. barnasáttmálans. Stykkishólmsbær valdi samráð um uppbyggingu á leiksvæðum bæjarins og Norðurþing samráð um uppbyggingu á íþróttastarfsemi í sveitarfélaginu.