top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Íbúasamráð við gerð þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallar

Alta hefur aðstoðað Kadeco við skipulag á víðtæku samráði.

Nú er í gangi alþjóðleg samkeppni við mótun þróunaráætlunarinnar. Alta hefur aðstoðað Kadeco við skipulag á víðtæku samráði við þá sem þar búa og starfa í tengslum við gerð hennar. Þannig fæst innsýn í tækifæri og áskoranir sem Suðurnesin standa frammi fyrir og taka þarf tillit til við mótun áætlunarinnar.

Hér liggja fyrir ábendingar úr víðtækri skoðanakönnun og ábendingum ráðgjafaráðs fulltrúa Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Heklunnar atvinnuþróunarfélags, hafnaryfirvalda, lögreglu og slökkviliðs. Flestir telja mikil tækifæri felast í nálægðinni við alþjóðaflugvöllinn og stórskipahöfn. Þar sé tækifæri til að auka enn frekar fjölbreytni vinnumarkaðarins. Íbúar taka í sama streng en voru almennt ánægðir með lífsgæði á svæðinu og mátu mikils nálægð við stórbrotna náttúru og hafið. Þeir vilja m.a. fjölga göngustígum og bæta tengingar á milli svæða og sjá fleiri tækifæri til afþreyingar, s.s. íþróttaiðkunar og menningarviðburði.

bottom of page