top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Skaftafell - Skipulagsforsögn og framtíðarsýn

Við unnum með Vatnajökulsþjóðgarði að greiningarvinnu og stefnumótun fyrir Skaftafell sem verður notað til grundvallar í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.

Skaftafell er einn af mest sóttu viðkomustöðum á landinu enda rómaður fyrir náttúrufegurð. Skaftafell er hins vegar undir töluverðu álagi og nálægt þolmörkum á helsta móttökusvæði og víða á gönguleiðum.

Vatnajökulsþjóðgarður hefur áhuga á því að byggja upp í Skaftafelli af miklum metnaði og skipuleggja aðstöðu af virðingu fyrir þeirri einstöku náttúru og menningarsögu sem þar er. Mikilvægt er að styðja við þá upplifun sem þarna er og styrkja. Þróa þarf móttökusvæði fyrir gesti í kringum gestastofu en einnig þarf að horfa til Skaftafellssvæðisins í heild. Við þjóðgarðsyfirvöldum blasir vandasamt úrlausnarefni sem er að finna hæfilegt jafnvægi milli náttúruverndar og móttöku gesta í umhverfi sem kallar á vandvirkni og útsjónarsemi.

Stór hluti af vinnunni fól í sér samráð við fjölbreyttan hóp fólks sem ber hag Skaftafells fyrir brjósti. Samráðið fór allt fram með fjarfundum enda í lok árs 2020 þegar miklar samkomutakamarkanir voru vegna covid 19.

bottom of page