top of page
Verkefni
Þéttleiki byggðar og þéttleikagreiningar
Þéttleiki er mismikill eftir því hvernig byggðinni er fyrir komið og oft er erfitt að gera sér grein fyrir honum.
Alta gerði samantekt á þéttleika með því að taka dæmi um ólík byggðamynstur (aðallega innan Reykjavíkur) og raða þeim upp eftir þéttleika í íbúðum á hektara.
Valdir voru reitir með byggð af einsleitu tagi. Hver reitur er sýndur á loftmynd annars vegar (frá Google, allar í sama skala) og hins vegar skámynd, sem sýnir glögglega byggðamynstrið og samhengi þess á hverjum stað. Einnig eru dregnar fram ýmsar tölur sem gefa frekari upplýsingar um byggðina. Samantektina má sjá á vef Alta hér: https://www.alta.is/thettleiki
bottom of page