top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Þróunarsvæði KADECO við Keflavíkurflugvöll

Forsendugreining fyrir alþjóðlega samkeppni

Kadeco leiðir nú framtíðarþróun svæðisins umhverfis Keflavíkurvöll með gerð þróunaráætlunar fyrir svæðið. Þróunaráætlunin mun byggja á niðurstöðum alþjóðlegrar hugmynda- og hönnunarsamkeppni um þróun þess. Alta hefur aðstoðað við mótun samkeppninnar og fyrir liggur greining Alta á innviðum og sérstöðu nærsvæðis flugvallarins, Reykjaness, höfuðborgarsvæðisins og landsins alls. Þar er einnig greining á alþjóðlegu samhengi og erlendum flugvallarsvæðum, sem unnin var af Dr. Max Hirsh, hjá Airporturbanism.

Forsendugreiningin gefur góða grunn að byggja á við mótun framtíðarsýnar fyrir flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar og svæðismarks þess. Hún gefur jafnframt mynd af sérstöðu þróunarsvæðisins og mögulegum tækifærum og áskorunum sem í því felast ásamt samkeppnisforskoti þess í samanburði við önnur alþjóðleg flugvallarsvæði.

bottom of page