Verkefni

Þróunarsvæði við Keflavíkurflugvöll

Forsendugreining fyrir stefnumótun

Kadeco leiðir nú framtíðarþróun svæðisins umhverfis Keflavíkurvöll og verður á næstunni efnt til alþjóðlegrar hugmynda- og hönnunarsamkeppni um þróun þess. Fyrir liggur greining Alta á innviðum og sérstöðu nærsvæðis flugvallarins, Reykjaness, höfuðborgarsvæðisins og landsins alls. Þar er einnig greining á alþjóðlegu samhengi og erlendum flugvallarsvæðum, sem unnin var af Dr. Max Hirsh, hjá Airporturbanism.

Forsendugreiningunni er ætlað að mynda grunn að mótun framtíðarsýnar fyrir flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar og svæðismarks þess. Hún gefur jafnframt mynd af sérstöðu þróunarsvæðisins og mögulegum tækifærum og áskorunum sem í því felast ásamt samkeppnisforskoti þess í samanburði við önnur alþjóðleg flugvallarsvæði.

Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130