Verkefni

Urriðaholt í Garðabæ - Rammaskipulag

Alta leiddi skipulagsvinnu við gerð rammaskipulags Urriðaholts í Garðabæ og hefur unnið að deiliskipulagsgerð þar í kjölfarið.

Skipulagsvinnan var í raun stórt breytingastjórnunarverkefni, þar sem áherslurnar um þétta, aðlaðandi og umhverfisvæna byggð voru nýstárlegar á þessum tíma. Í hverfinu voru einnig innleiddar blágrænar ofanvatnslausnir til að vernda Urriðavatnið sem var frumkvöðlastarf hérlendis. Urriðaholt er fyrsta umhverfisvottaða hverfið á Íslandi, en það er vottað skv. Breeam Communities staðlinum. Skipulagið er líka margverðlaunað fyrir vistvænar áherslur.

Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130