top of page

Verkefni

Grunn-munnstur-05.png

Yfirsýn um skipulagsáætlanir og skipulagsmál

Við bjóðum upp á yfirferð yfir skipulagsmálin í hnotskurn á stuttum fjarnámskeiðum

Skipulagsmál geta verið flókin fyrir þá sem ekki til þekkja, en varða okkur öll. Spurningar eins og um hlutverk og samþættingu skipulagsstiganna; svæðisskipulags, aðalskipulags, rammaskipulags og deiliskipulags. Hvernig tengjast þessar áætlanir? Hvað skiptir máli hverju sinni? Hvernig kemur umhverfismat áætlana og umhverfismat framkvæmda inn í ferlið?

Hröð innleiðing fjarfunda hefur leitt til byltingar á sviði námskeiðshalds. Þetta gerir okkur kleift að bjóða stutt námskeið í skipulagsmálum um tiltekna þætti sem þörf er á að skýra fyrir starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa þeirra.

Sjá nánar hér: https://www.alta.is/namskeid

bottom of page