Sterk sjálfsmynd og ímynd svæða - Meira aðdráttarafl

Ráðstefna um viðfangsefni og áskoranir í skipulagsmálum á Íslandi var haldin í Reykjavík 17. september sl., á vegum Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar flutti Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta, erindi um gerð skipulagsáætlana m.t.t. ímyndar svæða. Erindið byggði á rannsóknarverkefni sem skilaði sér í hefti sem skýrir tengslin á milli stefnumótandi skipulagsáætlana (strategic spatial plans) og mörkunar svæða (place branding). Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar. Heftinu er ætlað að 

Lesa meira...

Vefsjár með áhugaverðum stöðum

Undanfarið ár hefur Alta unnið að kortlagningu áhugaverðra staða á landinu fyrir Ferðamálastofu. Tilgangurinn er að gefa aðgang að upplýsingum sem styðja við vöruþróun og stefnumótun í ferðamálum. Þannig verði unnt að fjölga áfangastöðum og auka fjölbreytni og aðdráttarafl. Mikill fjöldi fólks um allt land kom að verkinu og lagði mat á aðdráttarafl staða af fjölbreyttu tagi, auk þess að leggja til nýja. Afraksturinn er nú sýnilegur á vefsjá yfir áhugaverða viðkomustaði en einnig voru kortlagðir staðir sem koma fyrir í Íslendingasögum og þeir sýndir í annarri vefsjá. Bæði gögnin og framsetningin eiga vafalítið eftir að þróast áfram. Nánar er fjallað um verkefnið í frétt á vef Ferðamálastofu.

Tæknin að baki miðluninni er áhugaverð. Notaður er sérhæfður gagnagrunnur fyrir landupplýsingar (PostgreSQL/PostGIS) og netþjónn (Geoserver) fyrir miðlun á slíkum upplýsingum. Vefsjárnar eru unnar í OpenLayers. Allt er þetta opinn og ókeypis hugbúnaður sem gera má ráð fyrir að henti mörgum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa landupplýsingar á sínum snærum.

Alta með vottuð gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi

Alta hefur hlotið vottun á gæða- og umhverfisstjórnunarkerfum samkvæmt ISO 9001 og ISO 14001. Alþjóðlega vottunarstofan BSI staðfesti vottunina með útgáfu skírteina þann 29. júní 2015.

Það er Alta afskaplega mikilvægt að geta starfað eftir skilvirku gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi. Með vottuðu gæðakerfi tryggjum við að starfsemi Alta uppfylli ávallt ströngustu kröfur viðskiptavina sinna og að umbætur á gæðum í ráðgjöf Alta séu stöðugar. Vottað umhverfisstjórnunarkerfi tryggir það að Alta lágmarki neikvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins á umhverfið og vinni stöðugt að því að hafa eins jákvæð áhrif á umhverfið og mögulegt er hverju sinni.

Við hjá Alta erum afar stolt af þessum áfanga, enda er fyrirtækið nú komið í hóp örfárra ráðgjafarfyrirtækja sem hafa hlotið slíka vottun.

Höfuðborgarsvæðið 2040

Ný svæðisskipulagsáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið var undirrituð af fulltrúum sveitarfélaga svæðisins og forstjóra Skipulagsstofnunar í Höfða mánudaginn 28. júní sl. Í áætluninni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna um þróun höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin, m.t.t. byggðarmynsturs, samgöngumála og umhverfis. Alta tók þátt í mótun áætlunarinnar ásamt ráðgjöfum frá Mannviti, Landslagi og Húsi og skipulagi. Hlutverk Alta sneri einkum að umhverfismati skipulagstillögunnar, gagnaöflun og landfræðilegum greiningum.

Hægt er að nálgast nýtt svæðisskipulag; Höfuðborgarsvæðið 2040 á heimasíðu SSH ásamt fylgiritum www.ssh.is.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Hrafnkel Á. Proppé svæðisskipulagsstjóra ásamt ráðgjafateyminu: Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Matthildi Kr. Elmarsdóttur, Hildigunni Haraldsdóttur, Þráni Haukssyni og Jóni Kjartani Ágústssyni. Á myndina vantar Þorstein Hermannsson.

Alta í verðlaunasæti í Hjólað í vinnuna

Starfsmenn Alta lentu í 3. sæti í sínum flokki í Hjólað í vinnuna árið 2015, en alls tóku 80 vinnustaðir þátt í þeim flokki. Níu starfsmenn Alta tóku þátt að þessu sinni og ferðuðust með vistvænum hætti til vinnu að meðaltali 11,222 daga af 13 á meðan keppninni stóð.

Hér má sjá Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Kristjönu Daníelsdóttur, liðstjóra Alta í Hjólað í vinnuna og Halldóru Hreggvisdóttur þegar verðlaun voru afhent í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Bls 1 af 55

Upp