Byggðaþróun á grunni náttúru- og menningarauðs

Svæðisskipulagstillaga fyrir Snæfellsnes, sem Alta hefur unnið með svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi, hefur verið auglýst til kynningar með athugasemdafresti til 20. október nk.  Í tillögunni er sett fram áætlun um byggða- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi sem miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli þau verðmæti sem felast í náttúru- og menningarauði Snæfellsness. Ennfremur að allt skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af þeim auði. Þannig er áætluninni ætlað að styrkja staðaranda og ímynd Snæfellsness og efla atvinnulíf og byggð á svæðinu.

Þrjú farfuglaheimili vottuð

Farfuglaheimilin í Dalvík, Akranesi og Sæberg í Húnavatnssýslu hafa á þessu ári hlotið vottun sem Græn Farfuglaheimili eftir úttekt hjá Alta samkvæmt viðmiðum Bandalag íslenskra farfuglaheimila. Samtals eru sextán Farfuglaheimili sem hlotið hafa vottunina sem tekur m.a. til innkaupa, upplýsinga til gesta, orkunotkunar og úrgangsflokkunar.

Tengsl lýðheilsu og skipulags

Samband lýðheilsu og skipulags var viðfangsefni mastersverkefnis Herborgar Árnadóttur í landfræði. Herborg hóf nýlega störf hjá Alta. Hún rannsakaði sérstaklega tengsl borgarumhverfis og hversdagslegrar hreyfingar hjá ungu fólki í Reykjavík. Sjá ritgerð Herborgar hér. Hún hefur einnig unnið við fjölbreyttar rannsóknir á notkun íbúa á borgarrýmum með rannsóknarhópnum Borghildi (www.borghildur.info).

Svona vann Alta 2013

Út er komið í fjórða sinn yfirlit um árangur Alta á sviði samfélagsábyrgðar. Samantektin auðveldar okkur hjá Alta að bæta okkur og ykkur að fylgjast með. Árið 2013 var árangursríkt á ýmsum sviðum, sumt í okkar verklagi er orðið hluti af „DNA-i“ fyrirtækisins. Sjá einnig samantektina fyrir árið 2013.

Lesa meira...

Aðalskipulag Seltjarnarness endurskoðað

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum 25. júní sl. að fara í endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins enda næstum áratugur liðinn síðan gildandi aðalskipulag var mótað. Samið var við Alta um ráðgjöf við endurskoðunina. Á myndinni til hliðar undirrita Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri samning að viðstöddum Þórði Búasyni skipulags- og byggingafulltrúa og Árna Geirssyni. Aðalskipulag er eitt mikilvægasta stjórntækið sem hver sveitarstjórn hefur til að hafa áhrif á margvíslega þróun innan marka sveitarfélagsins til langs tíma. Aðalskipulag og endurskoðun þess er samstarfsverkefni kjörinna fulltrúa, embættismanna og íbúanna í bænum enda kveða skipulagslög á um víðtækt samráð við íbúa. Stefnt er að því að endurskoðuninni ljúki snemma á næsta ári. 

Bls 1 af 50

Upp