Blágrænar lausnir á málþingi Sambandsins

Blágrænar ofanvatnslausnir - Sparnaður, minni vandamál og betra umhverfi. Þetta var viðfangsefni Halldóru Hreggviðsdóttur í erindi hennar á málþingi um "Sjálbær sveitarfélög - áskoranir og lausnir" sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt 7. nóvember síðast liðinn.

Sjá hér myndband með fyrirlestri Halldóru
http://vimeo.com/78916957

Hvernig líður fólkinu á þínum vinnustað?

Vissir þú að inniloft hefur áhrif á heilsufar og afköst starfsfólks? Og að algengustu kvartanir vegna vinnuumhverfis tengjast innilofti og gæðum þess? Umhverfi innandyra hefur bein áhrif á einbeitingu, afköst og á vinnugleði almennt. Rannsóknir sýna að með því að auka gæði innilofts þá aukast afköst til muna.

Lesa meira...

Svæðisgarður Snæfellinga á ferðamálaþingi

Ferðamálaþing 2013 var haldið 2. október síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var “Ísland – alveg milljón! - Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu” og var það að þessu sinni samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar. Þar fluttu Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og bóndi Álftavatni Staðarsveit og varaformaður svæðisskipulagsnefndar um svæðisgarð á Snæfellsnesi og Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta erindi um svæðisgarðasverkefnið á Snæfellsnesi.

Lesa meira...

Má græða á því að vera grænn?

Umhverfismálin voru tekin fyrir í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 17. okóber s.l. og spurt hvort fyrirtæki gætu hagnast á umhverfisstarfi. Skyggnst var í ýmsar áttir, t.d. til nágrannalandanna og inn í framtíðina. Meginskilaboðin eru þau að umhverfisstarf er líklegt til að skila bættum rekstri, neytendur gera síauknar kröfur um að fyrirtæki sé rekin af ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi og að miðlun á frammistöðu þarf að vera skýr og byggð á traustum grunni. Umhverfismerki eru góð leið til að tryggja allt í senn.

Sjá nánar hér.

Fjögur ný græn farfuglaheimili

Alta hefur aðstoðað Bandalag íslenskra farfugla við úttektir til að staðfesta að heimilin uppfylli viðmið um græn farfuglaheimili. Nýlega bættust við fjögur farfuglaheimili í hóp grænna heimila og græn farfuglaheimili eru því þrettán talsins. Nýju heimilin eru á Reyðarfirði, Vagnsstöðum í Suðursveit, í Vík og Gaulverjaskóla í Gaulverjabæjarhreppi. 

Unnið er eftir viðmiðum frá 2003 sem ná til ýmissa þátta í rekstrinum, t.d. innkaupa, flokkunar, orkunotkunar og umhverfisfræðslu. Með þessu fyrirkomulagi eru rekstraraðilar hvattir til að taka markvisst á umhverfismálum.

Upp