Samtvinnun borgar og náttúru - samvinna er leiðin

Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmdastjóri Alta, hélt erindi nýlega á TEDxReykjavík um þá miklu áskorun að vinna með náttúrunni í skipulagi borga. Hún fjallaði um þann styrk sem felst í samvinnu íbúa og sérfræðinga með ólíkan bakgrunn og reynslu við leit lausna í skipulagsvinnu og rakti árangur slíkrar samvinnu í Urriðaholti í Garðabæ. Þar var varðveislu Urriðavatns, einni helstu áskoruninni, breytt í tækifæri og farin ný og óhefðbundin leið, sem vinnur með náttúrunni um leið og hún styrkir lífsgæði og stuðlar að vellíðan íbúa hverfisins í Urriðaholti. Sjá má upptöku af erindi Halldóru hér.

Rammaskipulag Urriðaholts hefur fengið viðurkenningu frá Urban Design Committee, Boston Society of Architects vegna áherslna á sviði sjálfbærni. Það hefur einnig fengið silfur verðlaun fyrir áherslur um lífgæði í borgarskipulagi frá alþjóðlegu samtökunum LivCom (International Award for Livable Communities), í flokknum “Environmentally Sustainable Projects”.

Lokaúttekt á jarðvarmaverkefni í Níkaragúa

Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta og Stefán Arnórsson prófessor, hafa unnið lokaúttekt þar sem metinn var árangur samvinnuverkefnis Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og stjórnvalda í Níkaragúa, við uppbyggingu þekkingar hjá stjórnvöldum á sviði jarðhita, frá 2007 - 2012. Það var afar ánægjulegt að kynnast því góða starfi sem Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að með stjórnvöldum í Níkaragúa og fá tækifæri til að sjá þann árangur sem þegar hefur náðst, en helstu niðurstöður lokaúttektarinnar eru þær að árangur þessa starfs hafi verið mjög góður. Úttektina má finna á vef Þróunarsamvinnustofnunar á ensku og spænsku.

Nýjar loftmyndir: Grundarfjörður og Sjáland

Með hækkandi sól eru farnar að bætast myndir í loftmyndasafn Alta. Nú síðast bættust við myndir af Sjálandi í Garðabæ og af Grundafjarðarbæ.

Nú eru í safninu alls rúmlega 2500 myndir. Hér má sjá yfirlit: www.alta.is/loftmyndir.

Vatnajökulsþjóðgarður með Vakann

Alta hefur undanfarið unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að því að búa þjóðgarðinn undir þátttöku í Vakanum, sem er gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Lokapunkturinn var á ferlinu var 2. maí s.l. þegar þjóðgarðurinn fékk viðurkenningu í gæðakerfi Vakans og gullmerki, þ.e. hæsta stig, í umhverfiskerfinu.  Kröfur Vakans falla vel að markmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs sem eru að vernda náttúru svæðisins, gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru, menningar og sögu, fræða um náttúru, og náttúruvernd, stuðla að rannsóknum og styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins.

Nánar er sagt frá afhendingunni á vef þjóðgarðsins, sjá hér

Hvernig sköpum við græna framtíð?

Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður á Morgunblaðinu spjallaði við Halldóru Hreggviðsdóttur framkvæmdastjóra Alta um græna framtíð. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu þann 25. apríl 2013.

-----

“Atvinnulífið á mikla möguleika til vaxtar og sóknar með þátttöku í því að skapa græna framtíð. Grundvöllurinn er auðvitað sá að áhugi neytenda sé til staðar og sú er líka raunin. Jarðvegurinn er frjór. Fólk er orðið meðvitaðara um umhverfismál, til að mynda um mikilvægi þess að vara sé framleidd með ábyrgum hætti og að ekki sé gengið á höfuðstól náttúrunnar," segir Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtæksins Alta.

Lesa meira...

Upp