Tímamót í samfélagsábyrgð á Íslandi?

Segja má að á ráðstefnu Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og Samtaka atvinnulífsins, undir yfirskriftinni "Fyrirtæki og samfélagið: Sameiginlegur ávinningur", 23. janúar 2014, hafi orðið nokkur tímamót í innleiðingu samfélagsábyrgðar á Íslandi. Fullt var út að dyrum, um 200 manns mættu og hlýddu á áhugaverða reynslusögur sex íslenskra fyrirtækja. Ljóst er að þeim fer stöðugt fjölgandi sem átta sig á mikilvægi samfélagsábyrgðar í starfsemi fyrirtækja. Alta hefur m.a. aðstoðað þrjú þeirra fyrirtækja sem sögðu sögu sína á ráðstefnunni og sinnt ráðgjöf um samfélagsábyrgð síðan 2001.

Bitastæð borg?

Heiða Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt og ráðgjafi Alta hélt hádegisfyrirlestur um matvælaframleiðslu og borgarskipulag á Læknadögum í Hörpu þann 20. janúar. Fyrirlesturinn, sem nefnist „Bitastæð borg: getur borgin nært okkur með réttu skipulagi“, fjallar um víðtæk jákvæð áhrif matjurtaræktunar á lýðheilsu íbúa sem hana stunda. Rannsóknir sýna fram á að matjurtaræktendur auka grænmetisneyslu sína umtalsvert (einnig utan vaxtartímabils), hreyfa sig meira en 30 mín. á dag, búa við bætta geðheilsu og velja hollari matvæli. Það er því eftir miklu að slægjast með aukinni ræktun. Sýnt hefur verið fram á að Lundúnabúar gætu fullnægt 30% af eftirspurn eftir fersku grænmeti með ræktun á afgangssvæðum innan borgarmarka eingöngu. Hérlendis er einnig vaxandi áhugi á matjurtarækt. Nefna má að Reykjavíkurborg hefur fyrst sveitarfélaga sett stefnu um borgarbúskap í sínu aðalskipulagi. Áhugaverð nálgun sem er líkleg til að slá tóninn fyrir önnur sveitarfélög. Stefnan leiðir einnig af sér spurningar um hvort nýta mætti borgarlandið með fjölbreyttari hætti og uppskera verðmætari vöru en grasflatir bjóða upp á.

Sjá má allt erindi Heiðu á YouTube hér.

Hér er stutt útvarpsviðtal sem var tekið við Heiðu á Læknadögum.

Myndin er af einu af verkum Carl Warner.

Alta gerist aðili að Festu

Alta hefur gerst aðili að Festu og vill með því stuðla að gagnlegri og aukinni umræðu um samfélagsábyrgð.

“Samfélagsábyrgð er öflugt tæki til að vinna heildstætt að langtímasýn fyrirtækisins með hliðsjón af öllum mikilvægum málaflokkum, bæði augljósum og minna augljósum. Þetta er leiðin til að reka fyrirtæki skynsamlega.” segir Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta.

Ráðgjafafyrirtækið Alta hefur frá upphafi haft samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Fagleg ráðgjöf með sjálfbæra þróun sem markmið og samtal við hagsmunaaðila hefur einkennt áherslur Alta og verkefni frá stofnun þess 2001. Alta hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki í ráðgjöf um samfélagsábyrgð.

Á myndinni er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og Hulda Steingrímdóttir, ráðgjafi hjá Alta.

Snæfellsnes frá sjónarhorni ungs fólks

Nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga og University of Washington í Seattle, unnu saman að því undir leiðsögn Margaret E. Willson prófessors, að finna ný tækifæri fyrir ungt fólk á Snæfellsnesi í tengslum við svæðisgarð Snæfellsness. Þau Johanna Van Schalkwyk og Loftur Árni Björgvinsson kennarar við FSN höfðu umsjón með verkefninu, ásamt dr. Willson sem stóð fyrir heimsókn nemendanna.

Nemarnir fóru vítt og breitt um Snæfellsnes og ræddu m.a. við heimamenn. 

Hér má sjá fersk og skemmtileg sjónarhorn þessa unga fólks í fimm stuttum myndböndum, frá hressilegri kynningu sem haldin var á Lýsuhóli 18. október 2013.

Alta viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlitsins

Alta hlaut nýverið viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, með áherslu á áhættuþætti tengda umhverfisþáttum, efnum og efnanotkun.

Þetta þýðir að Alta sé þjónustuaðili sem getur og má aðstoða fyrirtæki sem vilja eða þurfa sérhæfðan aðila til að aðstoða sig við að ganga frá áætlun sinni um öryggi og heilbrigði á vinnustað, í samræmi við lög.

Lesa meira...

Upp