Skipulagsverðlaun veitt svæðisskipulagi Snæfellsness

Svæðisskipulag Snæfellsness „Andi Snæfellsness - auðlind til sóknar” fékk í dag, 26. nóvember, Skipulagsverðlaunin 2014. Það var stoltur og glaður hópur frá Snæfellsnesi sem kom saman í Ráðhúsi Reykjavíkur, til að taka við þessari viðurkenningu ásamt ráðgjafarfyrirtækinu Alta, sem veitti faglega ráðgjöf við skipulagsgerðina. Um er að ræða skipulagstillögu sem nú er í lokaafgreiðslu sveitarstjórnanna.

Verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti og í ár var dómnefnd skipuð af Skipulagsfræðingafélagi Íslands, Arkitektafélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands, Verkfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra landslagsarkitekta, Ferðamálastofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í ár var sérstök áhersla á skipulagsgerð í tengslum við ferðaþjónustu og samþættingu hennar við það byggða umhverfi og náttúru sem fyrir er. Einkum var skoðað hvernig faglega unnið skipulag gæti styrkt staðaranda og samfélög, til hagsbóta fyrir íbúa, ferðamenn og umhverfið.

Lesa meira...

Grænum skrefum í ríkisrekstri ýtt úr vör

Alta hefur undanfarna mánuði unnið að því að aðlaga Græn skref Reykjavíkurborgar að þörfum ríkisins sem Græn skref í ríkisrekstri. Þau voru kynnt formlega á morgunverðarfundi stýrihóps um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur og Félags forstöðumanna ríkisins á Grand hótel þann 26. nóvember. Á fundinum voru sagðar reynslusögur um árangur í umhverfisstarfi hjá Landspítalanum og fluttar kynningar á Grænum skrefum og vistvænum innkaupum.

Alta útbjó einnig aðgengilegan vef fyrir verkefnið, graenskref.is. Á vefnum geta stofnanir og ráðuneyti skráð sig, sótt vinnugögn, fræðst og hafið leikinn. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref.

Lesa meira...

Fyrirlestur Inger Mattson um umhverfisstarf

“Ef þú vilt að vörumerkið þitt verði elskað og virt í raun og veru þá þarftu að vera ábyrgur gagnvart samfélagi þínu og umhverfi “, sagði Inger Mattson á fyrirlestri sem hún hélt um reynslu sína af umhverfisstjórnunarstarfi og þá sér í lagi þann lærdóm sem má draga af slíku starfi. Ágætlega var mætt á fundinn, sem haldinn var á Grand Hotel, en fyrirtæki sem hafa fengið Svansvottun eða stefna á slíka vottun voru sérstaklega hvött til þess að mæta.

Lesa meira...

Skipulag í Urriðaholti vistvottað

Við hjá Alta héldum utanum vinnu við rammaskipulag í Urriðaholti í Garðabæ, sem hefur fengið nokkur erlend verðlaun og viðurkenningar vegna áherslna á sviði sjálfbærni í skipulagi. Þar voru einnig innleiddar í fyrsta sinn svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir, sem eru haldbetri og ódýrari en klassísk fráveitukerfi fyrir ofanvatn og eru óðum að ryðja sér til rúms í nágrannalöndum okkar sem helsta leið til lausnar í ofanvatnsmálum. Sjá hér TEDxReykjavík erindi Halldóru Hreggviðsdóttur framkvæmdastjóra Alta um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í Urriðaholti.

Lesa meira...

Umhverfismat í 20 ár - afmælisráðstefna Skipulagsstofnunar

Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá gildistöku laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda á Íslandi, hélt Skipulagsstofnun ráðstefnu í Hörpu síðast liðinn föstudag - sjá hér dagskrá. Halldóra Hreggviðsdótttir framkvæmdastjóri Alta hélt þar fyrirlestur "Hverju hefur matið breytt á 20 árum?" en Halldóra kom að innleiðingu fyrstu laganna sem sviðstjóri umhverfissvið hjá Skipulagsstofnun.

Lesa meira...

Upp