Alta gerist aðili að Festu

Alta hefur gerst aðili að Festu og vill með því stuðla að gagnlegri og aukinni umræðu um samfélagsábyrgð.

“Samfélagsábyrgð er öflugt tæki til að vinna heildstætt að langtímasýn fyrirtækisins með hliðsjón af öllum mikilvægum málaflokkum, bæði augljósum og minna augljósum. Þetta er leiðin til að reka fyrirtæki skynsamlega.” segir Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta.

Ráðgjafafyrirtækið Alta hefur frá upphafi haft samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Fagleg ráðgjöf með sjálfbæra þróun sem markmið og samtal við hagsmunaaðila hefur einkennt áherslur Alta og verkefni frá stofnun þess 2001. Alta hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki í ráðgjöf um samfélagsábyrgð.

Á myndinni er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og Hulda Steingrímdóttir, ráðgjafi hjá Alta.

Snæfellsnes frá sjónarhorni ungs fólks

Nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga og University of Washington í Seattle, unnu saman að því undir leiðsögn Margaret E. Willson prófessors, að finna ný tækifæri fyrir ungt fólk á Snæfellsnesi í tengslum við svæðisgarð Snæfellsness. Þau Johanna Van Schalkwyk og Loftur Árni Björgvinsson kennarar við FSN höfðu umsjón með verkefninu, ásamt dr. Willson sem stóð fyrir heimsókn nemendanna.

Nemarnir fóru vítt og breitt um Snæfellsnes og ræddu m.a. við heimamenn. 

Hér má sjá fersk og skemmtileg sjónarhorn þessa unga fólks í fimm stuttum myndböndum, frá hressilegri kynningu sem haldin var á Lýsuhóli 18. október 2013.

Alta viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlitsins

Alta hlaut nýverið viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, með áherslu á áhættuþætti tengda umhverfisþáttum, efnum og efnanotkun.

Þetta þýðir að Alta sé þjónustuaðili sem getur og má aðstoða fyrirtæki sem vilja eða þurfa sérhæfðan aðila til að aðstoða sig við að ganga frá áætlun sinni um öryggi og heilbrigði á vinnustað, í samræmi við lög.

Lesa meira...

Rannsókn um skipulag og "branding"

Í haust hlaut Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar til að skoða og skýra tengslin á milli skipulagsgerðar á svæðis- og sveitarfélagsvísu við þá grein sem kallast á ensku “regional branding“ eða "place branding". Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem mörkun svæða, ímyndarsköpun svæða eða einfaldlega „að branda“ svæði. Einnig er stundum talað um vörumerki eða svæði sem vörumerki.

Lesa meira...

Blágrænar lausnir á málþingi Sambandsins

Blágrænar ofanvatnslausnir - Sparnaður, minni vandamál og betra umhverfi. Þetta var viðfangsefni Halldóru Hreggviðsdóttur í erindi hennar á málþingi um "Sjálbær sveitarfélög - áskoranir og lausnir" sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt 7. nóvember síðast liðinn.

Sjá hér myndband með fyrirlestri Halldóru
http://vimeo.com/78916957

Upp