Svæðisgarður Snæfellinga á ferðamálaþingi

Ferðamálaþing 2013 var haldið 2. október síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var “Ísland – alveg milljón! - Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu” og var það að þessu sinni samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar. Þar fluttu Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og bóndi Álftavatni Staðarsveit og varaformaður svæðisskipulagsnefndar um svæðisgarð á Snæfellsnesi og Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta erindi um svæðisgarðasverkefnið á Snæfellsnesi.

Lesa meira...

Má græða á því að vera grænn?

Umhverfismálin voru tekin fyrir í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 17. okóber s.l. og spurt hvort fyrirtæki gætu hagnast á umhverfisstarfi. Skyggnst var í ýmsar áttir, t.d. til nágrannalandanna og inn í framtíðina. Meginskilaboðin eru þau að umhverfisstarf er líklegt til að skila bættum rekstri, neytendur gera síauknar kröfur um að fyrirtæki sé rekin af ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi og að miðlun á frammistöðu þarf að vera skýr og byggð á traustum grunni. Umhverfismerki eru góð leið til að tryggja allt í senn.

Sjá nánar hér.

Fjögur ný græn farfuglaheimili

Alta hefur aðstoðað Bandalag íslenskra farfugla við úttektir til að staðfesta að heimilin uppfylli viðmið um græn farfuglaheimili. Nýlega bættust við fjögur farfuglaheimili í hóp grænna heimila og græn farfuglaheimili eru því þrettán talsins. Nýju heimilin eru á Reyðarfirði, Vagnsstöðum í Suðursveit, í Vík og Gaulverjaskóla í Gaulverjabæjarhreppi. 

Unnið er eftir viðmiðum frá 2003 sem ná til ýmissa þátta í rekstrinum, t.d. innkaupa, flokkunar, orkunotkunar og umhverfisfræðslu. Með þessu fyrirkomulagi eru rekstraraðilar hvattir til að taka markvisst á umhverfismálum.

Stækkandi markaður fyrir umhverfisvottaðar vörur

Til mikils að vinna, segir Hulda sérfræðingur Alta um Svansvottun, í viðtali við Fréttablaðið í vikunni en Alta hefur aðstoðað fjölda fyrirtækja við að fá umhverfisvottun Svansins allt frá 2006. Markaður fyrir umhverfisvottaðar vörur fer sífellt stækkandi, því æ fleiri neytendur vilja vera vissir um að varan sem þeir kaupa hafi hvorki skaðleg áhrif á þá eða umhverfið.  Fyrirtæki með Svansvottun skapa sér sérstöðu á ört stækkandi markaði og umhverfisvottun verður æ algengari hjá fyrirtækjum í fjölmörgum geirum, allt frá efna- og prentiðnaði yfir í hótel og veitingarekstur. Raunin er einnig sú að að öll þau fyrirtæki sem við höfum unnið með hafa séð sparnað í vottunarstarfi sínu og stolt og ánægt starfsfólk. Sjá hér nánar viðtalið við Huldu.

Ný aðkoma og umgjörð um Félagsgarð í Kjós

Félagsgarður í Kjós er sérlega reisuleg bygging og hefur verið vinsælt samkomuhús, t.d. til brúðkaupa, afmæla og annarra atburða. Það er enda vel í sveit sett og státar af fallegu útsýni yfir Hvalfjörðinn.

Kjósarhreppur fékk Alta til liðs við sig til að bæta aðkomu og umgjörð félagsheimilisins til að mæta hlutverki þess betur. Tillaga Alta miðaði að því að draga fram glæsileika hússins og umgjörð þess en jafnframt að halda í karakter þess sem félagsheimilis í sveit. Áhersla var lögð á að endurnýta það efni sem hægt var, svo sem hellur og gróður og að skapa betri tengingar milli hæða á byggingunni.

Lesa meira...

Upp