top of page

Sjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs staðfest



Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti þann 28. febrúar 2011 Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Á blaðamannafundi sem haldinn var af því tilefni kynntu Svandís, Kristveig Sigurðardóttir formaður stjórnar og Hjalti Þór Vignisson formaður svæðisráðs suðursvæðis áætlunina og áhrif hennar. Alta aðstoðaði stjórn þjóðgarðsins við stefnumótun fyrir þjóðgarðinn í heild og við samræmingu tillagna að verndaráætlunum frá rekstrarsvæðunum fjórum. Verkið var unnið í nánu samstarfi við fjölda fólks sem kom að mótun tillagna, stjórn þjóðgarðsins og svæðisráð. Áætlunina má sjá á vef þjóðgarðsins www.vjp.is.

Alta óskar Vatnajökulsþjóðgarði til hamingju með áfangann.

bottom of page