top of page

Vistvænt og samhent samfélag á Seltjarnarnesi



Sveitarfélög í nágrannalöndum okkar hafa í æ ríkara mæli valið að marka sér heildstæða framtíðarsýn þvert á hefðbundna stefnuflokka sem nefnd hefur verið “Whole Town Strategy”. Kostir slíkrar nálgunar eru ekki síst að ná utan um fjölbreytt málefni samfélagsins á heildstæðan og samræmdan hátt í stað þess að setja ólík málefni í mismunandi kassa og missa þá mögulega sjónar á því hvernig þau tengjast og hafa áhrif hvort á annað. Heildstæð stefnumótandi áætlanagerð sem þessi aðstoðar bæjaryfirvöld í átt að jákvæðum efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum breytingum.

Seltjarnarnesbær fékk ráðgjafa Alta til liðs við sig til að hnýta saman í heildarmynd þær áherslur sem markaðar hafa verið og verkefni sem unnið er að hjá bænum og snúa að umhverfi, útivist og vellíðan. Í tengslum við þessa vinnu var áhugi fyrir því að leita til íbúa eftir hugmyndum og sjónarmiðum varðandi framtíðarsýn í þessum málaflokkum en Seltjarnarnesbær taldi mikilvægt að íbúar væru virkir þátttakendur í þessu ferli. Vinnan samanstóð af stöðugreiningu, vinnufundi með starfsmönnum og nefndarmönnum bæjarins, vel sóttu íbúaþingi og greiningu niðurstaðna.

Úr þessari vinnu urðu til sjö viðmið Seltjarnarness sem hnýta saman áherslur fjölmargra málaflokka á borð við umhverfisstefnu, Staðardagskrá 21, menningarstefnu o.fl. í heildstæða framtíðarsýn. Viðmiðin sjö má líta á sem regnhlíf og leiðbeiningar til allra þeirra er vinna að málaflokkum tengdum umhverfis- og samfélagsmálum á Seltjarnarnesi og vilja veg þeirra sem mestan. Sjá nánar hér.

bottom of page