Tvær nýjar vefsjár Ferðamálastofu

Updated: Aug 14, 2019Alta hefur á undanförnum misserum aðstoðað Ferðamálastofu við að safna saman og miðla landupplýsingum um áhugaverða staði á landinu. Í fyrrasumar voru birtar vefsjár með áhugaverðum viðkomustöðum og stöðum í Íslendingasögum. Nýlega bættust tvær vefsjár við, önnur um staði sem fengið hafa styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og hin sýnir staði þar sem þekktar erlendar kvikmyndir og þættir hafa verið teknar upp á Íslandi. Landupplýsingagögnin eru opin til frjálsra afnota við skipulagningu og vöruþróun í ferðaþjónustu og hefur sérstök niðurhalssíða verið útbúin í þeim tilgangi, sjá hér.

Sjá hér frétt á vef Ferðamálastofu.

#Landupplýsingar #Ferðamál #Viðkomustaðir #Íslendingasögur #Kvikmyndir #Ferðamálastofa #Ferðaþjónusta

Tölvupóstur: alta@alta.is           Sími: 582 5000          Kt. 630401-3130            Opið: 9-17